Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 13
Stei
'ngrínjur Jónsson, sýslum.
Franz Siemsen, sýslum.
e ki aö viðskiptum lauk á þann veg að togaraskip-
stJórar sigldu sigri hrósandi til hafs, en valdsmenn
Sneru tómhentir heim.
^yrsta tilraun íslensks sýslumanns til að hand-
Sania útlendan veiðiþjóf á hafi úti var gerð í júlí-
J'fnuði 1897. Þar var á ferð Steingrimur Jónsson
,ra Gautlöndum, þá nýorðinn sýslumaður Þingey-
*n®a- Frá þessum atburði segir svo í samtímaheim-
>>Hann fór við 6. mann á bát út í skipið; hafði
úlpu yfir sér til að dylja einkennisbúning sinn og
úúfuna í barmi sér; náði skipsnafninu og
númerinu í vasabók sina og fór að því búnu upp
' skipið með 2 mönnum, Bjarna Bjarnarsyni og
Sveinbirni Guðjohnsen. Setti hann þá upp húf-
una og fór úr úlpunni. Skipstjóri sló öllu í
8aman fyrst, enn þegar hann sá, að sýslumanni
Var full alvara, kvaðst hann bara fara með hann
ú' Englands, ef hann færi ekki ofan í bátinn.
^ýslumaður snaraði þá vasakveri sínu ofan í
úútinn, og sagði þeim, sem í honum vóru, að
J'ara í land, enn skipstjóra, að nú gæti hann gert
UVað sem hann vildi, enn ábyrgjast yrði hann
Verk sín. Þá leizt þeim ekki á blikuna, enn héldu
Pó enn um stund út flóa, áðr enn þeir létu
Undan og sneru til hafnar. Hélt sýslumaður þá
r®kilegt réttarhald yfir þeim, og gerði þeim full
skú< sektaði þá um 58 pd. sterl. og gerði upptæk
Veiðarfæri þeirra, sem vóru tvennar vörpur
Báru þeir sig illa yfir, að missa
Veiðarfærin, kváðust halda, að þeir hefðu
astað sýslumanni í sjóinn, ef þeir hefðu búizt
vtó því auk sektanna.“6
Jóhannes Jóhannesson, sýslum. Hannes Hafstein, ráðherra
Þannig lýstu Húsvíkingar þessum atburði, sem
var einstakur á þeirri tið. Togarinn, sem Stein-
grímur sýslumaður tók, hét Oregon og var frá
Hull. Hann er fyrsti togarinn, sem öruggar heim-
ildir eru fyrir að komið hafi á Skjálfanda og virðist
fremur hafa verið í leit að miðum en að veiðum er
hann var tekinn. Höfðu skipverjar engan afla
fengið er þá sýslumann bar að.7
Fáum dögum eftir að Þingeyingar handsömuðu
Oregon á Skjálfanda reyndi Jóhannes Jóhann-
esson sýslumaður Norðmýlinga að taka togara á
Loðmundarfirði.
Það var um hádegi laugardaginn 30. júlí 1897,
að fréttir bárust um það til Seyðisfjarðar, að
útlendur togari væri að veiðum í landhelgi á Loð-
mundarfirði. Jóhannes sýslumaður fékk þá léð eitt
af gufuskipum Ottós Wathne, Elinu, og hélt á
vettvang ásamt fleiri mönnum. Þeir komust fast
upp að togaranum, sem reyndist vera Shakespeare
frá Hull, og lýsti sýslumaður skipið tekið í nafni
konungs og skipaði skipstjóra að afhenda skips-
skjölin. Skipstjóri sinnti þessu engu, en blés í eim-
pípu sína í óvirðingarskyni og sigldi til hafs.8
Og rúmum mánuði síðar reyndi Franz Siemsen
sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu að koma
höndum yfir skipstjóra, sem voru að ólöglegum
veiðum úti fyrir Keflavík. Sýslumaður var á leið til
Keflavíkur til að halda þar rétt yfir fjórum mönn-
um sem sakaðir voru um ólögleg samskipti við tog-
aramenn, er hann kom auga á fjóra togara, sem
voru að veiðum skammt undan landi. Sýslumaður
lýsti atburðinum svo í skýrslu til antmanns:
„Þegar jeg reið inn Keflavík, sá jeg 4 botn-
ÆGIR — 573