Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 50

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 50
LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð nr. 327 um friðunarsvæði við íslands. 1. gr. Skipum er veiðar stunda með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar veiðar innan fiskveiðilandhelgi íslands á eftirgreindum svæðum og tíma: 1. Fyrir Norðausturlandi allt árið á svæði, er að vestan markast af línu, sem dregin er 10° réttvísandi frá Hraunhafnartanga (viðmiðunarstaður 9) og að austan af linu, sem dregin er 81° réttvísandi frá Langanesi (viðmiðunarstaður 10). Að utan markast svæðið af línu, sem dregin er 20 sjómílur utan við- miðunarlinu. Á tímabilinu frá og með 15. september til og með 31. janúar ár hvert eru ennfremur bannaðar veiðar með botnvörpu og flotvörpu á svæði, sem að vestan markast af línu, sem dregin er réttvísandi 360° frá Rifstanga (viðmiðunarstaður 8) og að austan af línu, sem dregin er 10° réttvísandi frá Hraunhafnartanga. Að utan markast svæðið af línu, sem dregin er 40 sjó- mílur utan við viðmiðunarlínu. 2. Fyrir Vesturlandi allt árið á svæði, er markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta: а) 65°25’0 N, 27°00’0 V б) 65°26’0 N, 26°54’0 V c) 65°08’0 N, 26°48’0 V d) 64°39’0 N, 26°54’0 V e) 64°39’0 N, 27°02’0 V 0 65°03’0 N, 27°09’0 V 2. gr. Á eftirgreindum svæðum og tíma eru skipum bann- aðar allar veiðar: 1. Fyrir Suðurlandi á tímabilinu frá 20. mars til 15. maí á svæði, er markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta: a) 63°32’0 N, 22°00’0 V b) 63°32’0 N, 21°10’0 V c) 63°00’0 N, 21°10’0 V d) 63°00’0 N, 22°00’0 V 2. Norður af Kögri allt árið á svæði, er markast af lín- um, sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta: a) 67°17’0 N, 23°51’0 V b) 67°20’0 N, 22°32’5 V c) 67°01’0 N, 22°12’3 V d) 66°57’0 N, 23°21’0 V Á þessum svæðum skal þó heimilt að stunda loðnu- veiðar, þegar slíkar veiðar eru leyfðar og ennfremur ráðuneytinu heimilt að veita leyfi til rækjuveiða norður af Kögri. 3. gr. Með mál, sem rísa út af brotum á reglugerð þessari, skal farið að hætti opinberra mála og varða viðurlög refsingu samkvæmt ákvæðum laga nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. 4. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr' 8131. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands ti þess að öðlast gildi 1. júli 1982 og birtist til eftirbreitw öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Frá sama tíma er felld úr gildi reglugerð nr. 229 30. apríl 1982, um fr' unarsvæði við ísland. Sjávarútvegsráðuneytið, 21. júní 1982. Reglugerð nr. 419 um ríkisábyrgöir vegna smíði fiskiskipa innan- lands. 1. gr. . Heimilt er að veita sjálfskuldarábyrgð á lán er nemi allt að 80% smíðaverðs fiskiskipa sem smíðuð verða innanlands. Heimild þessi gildir árin 1982—1985 og nWr til allt að fjögurra skipa í senn. Skip þessi skulu smíðuð i samræmi við áætlun um raðsmíðaverkefni skipasmíða stöðvanna og mega vera allt að 35 metrar að lengd og með vélarafl allt að 1.000 hö. Ábyrgð má þvi aðeins veita að skip sé óselt og fellur ábyrgðin niður við sölu skips tra skipasmíðastöð. 2. gr. Ábyrgð skv. 1. gr. má veita Slippstöðinni hf. á Akur eyri, Stálvík hf. í Garðabæ og Þorgeiri og Ellert hf- 3 Akranesi. Heimildin miðast við smíði allt að tveggJ3 skipa í senn hjá Slippstöðinni hf. og eins skips hjá hvorn hinna stöðvanna hverju sinni. Ábyrgð má veita til tryggingar lánum sem skipasmíða stöðvarnar taka hjá viðskiptabönkum sínum eða f>'rir milligöngu þeirra til smíði fyrrgreindra skipa. 4. gr. Áður en ábyrgð er veitt skal skipasmíðastöðin leggJ3 fram smíðalýsingu skipsins og teikningar eftir því sem þörf þykir ásamt áætlun um smíðaverð. Þessum gögnuW fylgi umsögn tæknideildar Fiskveiðasjóðs um tæknileg an búnað skipsins. „ Framhald á bls. 5" 610 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.