Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 32
Er ekki nema eitt um þessa síðastnefndu fundi
að segja, að slæmt var að fleiri héðan að heiman
sátu ekki þingið og það sem virkir þátttakendur.
Kynnisferðir
Farið var í kynnisferðir í frystihús eða fiskverk-
unarstöð í Lunenburg á Nýja Skotlandi og í haf-
rannsóknastofnunina Bedford Institute of Ocean-
ography í Dartmouth. Einnig var farið til Fundy-
flóa að skoða sjávarföll og í siglingu á haf út að gá
að vindum og straumum.
Einnig voru margar kynnisferðir farnar í ágæt
veitingahús í Halifax.
Þess skal getið hér, að Fiskimálasjóður styrkti
mig að hluta til ferðarinnar og kann ég aðilum þar
þökk fyrir.
Jarðhiti á hafsbotni og tillífun
Holger W. Jannach frá Woods Hole Hafrann-
sóknastofnuninni í Bandaríkjunum fjallaði um líf í
sjónum, sem er óháð sólarljósi og þörungum, en
tekur nauðsynlega orku frá brennisteinsvatnsefni á
jarðhitasvæðum á hafsbotni (hydrothermal vents).
Sérstakar bakteríur nýta sér þessa orku eins og
þörungarnir nýta sólarljósið til að framleiða lifræn
efni úr ólífrænum. Þessar bakteríur búa svo í sam-
býli við æðri lífverur eða dýr, sem að lögun og gerð
eru eins og aðrar þekktar lífverur, nema hvað þær í
djúpum hafsins eru hlutfallslega mun stærri.
Þannig voru sýndar myndir af 1—2 m löngum
ormum og eins feta stórum skeljum. Fiskar með
hefðbundnu lagi búa einnig um sig í nær sjóðheit-
um og bakteríuríkum sjó jarðhitasvæðanna. Leyf'
ar þessara lífvera munu ekki hafa fundist i jarðlög'
um, og er jarðsögulegum stuttum líftíma þeirra a
hverjum stað um kennt. Hvernig þetta líf kviknar
þegar aðstæður leyfa á hverjum stað og hvernig
það berst frá einum stað til annars er að ég best
skyldi óráðin gáta, en svara er leitað með auknum
rannsóknum (6. mynd).
Auk þess sem fundur þessa lífheims í myrkum
djúpum hafsins vekur furðu og vísindalega f°r'
vitni, þá er einnig stefnt að hugmyndum uffl a
nýta ævintýrið til gagns fyrir aðra. Þannig má t.d-
hugsa sér að nota þessar sérstöku bakteríur í bar
áttunni gegn mengun til að eyða brennisteinssam
böndum og koldíoxíði frá bruna og útblæstri fyrir
athafnir manna, og um leið að ’framleiða lifraeu
efni t.d. til áburðar.
Þessi lífheimur í hafdjúpunum er óneitanlega
spennandi rannsóknavettvangur og vekur hugauu
um furður heimsins og þróun lífs við hinar m's
munandi aðstæður, eins og í ljósi sólar eða V1
jarðvarma í myrkum hafdjúpum. Fyrir íslending3
er þetta mjög áhugavert rannsóknasvið vegna legu
landsins á neðansjávarhrygg með heitum upP
sprettum og eldstöðvum.
Koldíoxíð og veðurfar
Af öðru áhugaverðu efni fyrir íslendinga á haf
fræðiþinginu í Halifax skal nefna veðurfar °g
veðurfarssveiflur. Roger Revelle frá KaliforníU'ha'
skóla ræddi m.a. um áhrif koldíoxíðs í lofthjúpu
um. Síðan í iðnbyltingunni á nítjándu öld hefm
3. mynd. Hitafar á jörðinni 400 þúsund
ár aftur í tímann og 60 þúsund ár fram í
tímann samkvœmt breytilegri inngeislun
frá sólu vegna mismunandi afstöðu jarð-
ar og sólar fheila línan) og samkvæmt
mœlingum á súrefnissamsœtum á sjávar-
seti (punktar). Það er með óltkindum
hvað þessum ólíku aðferðum ber vel
saman. Myndin sýnir m.a. meginísald-
irnar fjórar og margar aðrar og þá einnig
hlýviðrisskeiðin. Við lifum eitt slíkt og
þótt ekki verði sagt að það sé á enda
runnið þá er I fárra þúsunda ára fjarlœgð
kuldaskeið framundan samkvœmt kenn-
ingum stjörnufræðinnar (frá Lamb
1982).
592 — ÆGIR