Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 18
— Onei, ekki alveg. Við vorum að minnsta kosti einu sinni hætt komnir, þegar einn gerði alvöru úr hótunum sínum. Við vorum þá staddir miðsvæðis grunnt í Garðsjónum, um það bil 2 sjómílur undan landi. Nokkrir togarar voru dálitið dýpra, en einn var þarna með trollið úti. Þetta var um nótt, komið fram i ágúst og tek- ið að skyggja. Við vorum landmegin við hann og kölluðum til hans, þegar hann fór að draga upp trollið. Togarinn var með ljósum. Þegar hann var búinn að innbyrða, sneri hann í hálf- hring, til þess að ná stefnunni og sveigir að okk- ur. Báturinn lá þvert við, og togarinn var rétt kominn að okkur, þegar ég áttaði mig á því, hvað hann ætlaði sér. Þá setti ég á fulla ferð og stefndi til lands upp að Gerðahólmum og togar- inn á eftir. Mér tókst að komast undan með því að taka krappar beygjur, þar til ræninginn þorði ekki nær og sveigði frá landi, hélt síðan norður í flóa. Ég verð að segja, að þarna skall hurð nærri hælum. Við tókum nafn og númer af þessum veiðiþjóf, en hann náðist ekki. Hann var frá Hull. Hann hafði verið mjög áleitinn og sást síðar hér á miðunum. Við héldum úti til septemberloka. Ég held ég verði að segja, að þessi vörn okkar gerði talsvert gagn, 3 eða 4 togarar náðust og voru sektaðir, allir enskir. Ég býst við, að þetta megi teljast góður árangur, þegar þess er gætt, að varðskip- in sjálf tóku oft ekki nema 3 eða 4 togara allt árið.“28 Um árangurinn af gæslu skipverjanna á Ágústi er til samtimaheimild, sem sýnir glöggt, hve ánægðir menn hafa verið með það hvernig þessi til- raun tókst. í skýrslu yfir Fiskifélag íslands 1911—1912 og Fiskiþingið 1913 birtist eftirfarandi grein eftir Þorstein Gíslason á Meiðastöðum: ,,Á síðastliðnum vetri var haldinn almennur málfundur í Gerðahreppi, til þess að ræða vandræðamál þetta, yfirgang togara og neta- skemmdir. Hreppsbúar höfðu svo oft kvartað til landsstjórnarinnar um aukna gæslu á land- helgissvæðinu, en þar sem hún hafði ekki tök á neinni annari aðstoð en þessu eina varðskipi, er ekki getur alstaðar verið, þá var á nefndum fundi afráðið að fá mótorbát til eftirlits á land- helgissvæðinu þar syðra, og skyldi hann hafa hana á hendi frá 1. apríl til ársloka þetta Þessu var svo komið í framkvæmd, og er reynsla sú, er menn hafa þegar fengið af þessU mjög gleðileg. Menn hafa getað haft veiðarfs1"1 sín í besta næði á hinum fornu stöðvum sínunt. og nú síðari hluta júnímánaðar hafa menn Ug1 þar þorskanet með miklum árangri. Frá 15-'' 26. degi mánaðarins aflaðist í Gerðahreppi á skip, 9.640 af netaþorski, auk þess er naenn fengu þar samtímis á lóð og færi. Mótorbátur sá er fenginn var, er vel útbúinn og hefir góða ferð. Hann hefir náð númeri a botnvörpungum, er hafa skotist inn fyrir lan helgislínuna og nást að líkindum til sekta fyrir brot sitt, og lítur út fyrir, að botnvörpungar hafi töluverðan beig af návist bátsins, þótt hti sje- . t Enda þótt reynsla sú, sem fengin er, sje stu > þá er hún þó þess eðlis, að vjer Garðmenn vU um ráðleggja hverju því sjávarplássi er a a sæta miklum ágangi af hálfu botnvörpunga a viðhafa slíka aðferð sem íbúar GerðahrepPSi þar til önnur betri ráð eru fengin.“29 Ekki ber þessum tveim heimildum alveg sama um, hvenær gæslan á Ágústi hafi hafist, en P skiptir ekki höfuðmáli. Áformað var að gæs a héldi áfram haustið 1913, en hinn 20. október s ^ gæslubátinn upp og brotnaði hann mikið. Þa landhelgisgæslunni hætt þar sem ekki tókst a annann bát í staðinn.30 Nú er ekki fullljóst, hvort Garðmenn héldu a út báti til landhelgisgæslu árið eftir, en víst er> 1914 samþykkti stjórn Fiskifélagsins að veita kr. styrk til landhelgisgæslu þar og 1915 velttl lagið í sama skyni 200 krónur til tveggja vélbáta- formanna á Eyrarbakka, 100 krónur til hvors 600 krónur til Akureyrar, „...fyrir stran við síldveiðar 1914.“31 Um árangunnn og dvarnh af W- et helgisgæslu Eyrbekkinga og Akureyringa ^ höfundi þessara lina ekkert kunnugt og væru upplýsingar þar að lútandi vel þegnar. gj Heimsstyrjöldin, sem hófst haustið 1914, g það að verkum að mjög dró úr sókn erlendra ara á íslandsmið í bili og þá minnkaði um þörfin á aukinni landhelgisgæslu. VH. ,f að ^andhelgisgæsla sú, sem lýst hefur verið he 578 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.