Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 33

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 33
koldíoxíð stöðugt aukist vegna sívaxandi bruna á kolum og olíu og vegna eyðingu skóga. Koldíoxíð hefur áhrif á hitafar í lofthjúpnum, þar sem það nemur í sig hluta af langbylgjugeislun frá jarðar- yfirborði, sem að öðrum kosti hyrfi út í geiminn. Aftur á móti hindrar það ekki að ráði inngeislun ffá sólu. Áhrif koldíoxíðs eins út af fyrir sig eru því á þá lund að aukning þess leiðir til hækkandi hita yið yfirborð jarðar. Þessu hefur verið líkt við áhrifin í gróðurhúsi. Enn hefur ekki tekist að stað- festa slíka hitaaukningu af völdum koldíoxíðs, en bv' er spáð, að áhrif þess gætu farið að gera alvar- lega vart við sig næstu áratugina. Hitaaukningin af völdum koldíoxíðs yrði að líkindum langmest á "orðlægum slóðum eða t.d. 6—8°C á íslandi. Mest yrði hún á veturna og mundi því jafna metin milli árstiðanna. Alls konar önnur röskun á veður- fari og áhrifum þess yrði síðan á hinum ýmsu stöð- Utn á jörðinni, bæði til góðs og ills. Samhliða breytingum á hitafari kæmu t.d. breytingar á skýjafari, vindum, úrkomu og hafstraumum svo eitthvað sé nefnt. Gátan um hvað verður er þó ekki leyst. Hið ilókna samspil margra þátta og þá ekki síst áhrif hafsins ráða miklu í þessum efnum. Hafið hefur hæfileika til að taka við koldíoxíði úr lofthjúpn- um, sem að lokum endar í seti á sjávarbotni og í lífverum sjávar. Oft er það reyndar svo að fyrir áhrif nýrra áður óþekktra aðstæðna verður einhver áætluð framvinda allt önnur en ætlað var. Má þá aftur minna á hugsanlega möguleika á að eyða koldíoxíðinu, sem myndast við bruna, með aðstoð hinar merkilegu bakteríu í djúpum hafsins. Loft, lögur og líf í Norður-Atlantshafi Á ársfundi Alþjóðahafrannsóknaráðsins nú í haust (1982) verður haldinn sérstakur fundur um veðurfarssveiflur og samband þeirra eða áhrif á ástand sjávar og lífríki sjávar í Norður-Atlants- hafi. Fjórir fyrirlestrar verða haldnir, einn um loft- hjúpinn, annar um sjóinn, sá þriðji um svifið og sá fjórði um fisk og fiskveiðar. Sá sem þetta ritar og sænskur starfsfélagi fjalla um sjóinn. Ritgerð okkar fjallar mest um tímabilið 1950—1980, og eru ályktanir á þann veg, að breyt- ingar eiga sér stað í straumakerfum Norður-At- lantshafs. Á íslandsmiðum hefur kaldur sjór t.d. t' mynd. Hita- og seltudreifing á 50 dýpi á landgrunninu úti af yglunesi (66°32’N, 18°50’V) að vori ,maí-júní) árabilið 1924—1981. ^yndin er dœmigerð fyrir þcer miklu breytingar, sem urðu í sjónum frr'r ^oróur\andi og víðar við pól- ! °n,fnn á sjöunda áratugnum eftir yviðrisskeiðið frá um 1920 til um 60. Meðalhiti (t°C) og meðalselta 1 %0 áranna 1924—1960 og 1961- skipta myndinni í tiltölulega u&i tímabil með hlýjum antssjó og óstöðugra tímabil með e'ra eða minna af köldum pólsjó á °rðurmiðum. Svonefnd hafísár hér tu *anc* u sjöunda og áttunda ára- s snutn voru greinilega í nánu or- _____ asambandi við ástandið í sjónum u selia og lagskipting — með öll- ma S‘num fylg'fiskum eins og lítið leaJ’n. nxringarefna, litla frumfram- °ni, lítið af rauðátu, breyttum síldartöngum og jafnvel hruni síldarstofna. Athygli vekur einnig, að þetta voru sömu árin og °rskveiðar minnkuðu við Vestur-Grœnland og þorskur gekk frá Grcenlandi til að hrygna við ísland og jók við stofninn hér við an" am sinn. ay 'í v' má einnig draga einhverjar ályktanir af sambandi milli ástands sjávar ogfjölda loðnuseiða (sýndur í %o á myndinni fyrir s‘n ,s70—1981) á íslandsmiðum. Ljóst er, að seiðagegnd var almennt mikil ,,góðu árin“ 1972—1975, en þá virtist sem ástandið í fonum vœri að fara í sitt fyrra horf frá 1924—1964. Svo varð þó ekki og jafnframl fœkkaði loðnuseiðum eftir það mikið frá þv sem Sv, ntest var 1974. Skal sérstaklega minnst hins óvistlega ástands í sjónum fyrir Norðurlandi árið 1981. (Sv. A.M. og Artur ’ansson 1982). ÆGIR — 593
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.