Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 37
^jynd 2. Saltleningar sem myndast hafa við uppgufun skot-
droPa úr eimuðu vatni og hreinu NaCl. Hliðar teninganna eru
Um 90 fim á lengd. Myndin er tekin í rafeindasmásjá.
loftbóla, 0.3 mm í þvermál, myndar þannig
u'n 1000 himnudropa, sem eru 1-10 /um (1 /rm er
1/1000 mm) í þvermál, þegar hún springur. Springi
margar loftbólur þétt saman verða himnudrop-
arnir jafnvel ennþá fleiri. í þann mund sem topp-
h'mnan rofnar fer vökvinn í yfirborði loftbólunnar
a^ streyma niður veggi hennar, og mætast straum-
armr á botni hennar. Þar ris þá upp eins konar
skotsúla, sem brotnar upp í einn eða fleiri dropa,
en þeir þjóta út í loftið. Þessir dropar eru kallaðir
skotdropar. Fjöldi skotdropa fer eftir stærð loft-
ólunnar. Loftbólur stærri en 3 mm í þvermál
skjóta aðeins einum dropa, en minni loftbólur geta
skotið 5-10 dropum. Stærð skotdropa er um það
'1 1/10 af stærð loftbólunnar, og upphafshraði
Peirra getur orðið allt að 80 m/sek. Geta skotdrop-
ar því náð allt að 20 cm hæð áður en loftnúningur
stöðvar þá.
^etta ferli getur hver maður skoðað. Til dæmis
með því að hella gosdrykki í glas og bera það upp
a° sterku ljósi. Má þá, fyrstu sekúndurnar, sjá
vernig litlar loftbólur stíga til yfirborðsins og
sþjóta fjölda dropa upp í loftið.
Skot- og himnudropar eru svo smáir, að þegar
Pe'r hafa myndast í yfirborði sjávar, þá geta þeir
0rist hátt á loft með loftkviku. Þaðan geta þeir
svo dreifst langt inn yfir meginlöndin með vindum.
umir þeirra berast þó fljótt aftur til yfirborðsins.
Ræðst hlutfallslegur fjöldi þeirra af vindhraða og
loftraka.
Sé loftraki lítill þá gufa droparnir upp, en inni-
haldi þeir uppleyst sölt, eða óhreinindi, þá verða
þau eftir í loftinu. Tær sjór er að um það bil 3.5
hundraðshlutum uppleyst sölt. Tærir sjó-dropar
skilja því eftir ofurlitlar saltagnir þegar þeir gufa
upp. Slíkar saltagnir eru að þvermáli um 0.3 sinn-
um þvermál dropanna, og eru að langmestu leyti
NaCl, eða 85%, en að auki eru í þeim smáskammt-
ar af C03 S04 K, Mg og Ca. Ef önnur efni, sem
ekki gufa upp, eru í dropunum þá blandast þau í
söltin.
Mynd 2 sýnir saltagnir sem myndast hafa við
uppgufun skotdropa úr eimuðu vatni og hreinu
NaCl. Hliðar hvers NaCl tenings eru um 90 /um.
Sjó-salt er ekki nærri eins fallega teningslaga, þótt
það sé að langmestu leyti NaCl, heldur er það afar
óreglulegt að lögun.
Margföldun mengunarinnihalds dropa.
Efnasamsetning skot- og himnudropa fer að
sjálfsögðu eftir efnasamsetningu vökvans sem þeir
eru myndaðir af, þ.e. vökvayfirborðsins í tilfelli
himnudropa og loftbóluveggjanna í tilfelli skot-
dropa. Efnasamsetning skot- og himnudropa getur
þannig verið gjörólík. Innihaldi sjór eitthvað af
óuppleystum óhreinindum, ellegar svokölluðum
yfirborðsvirkum efnum, getur þéttleiki þeirra í
dropunum orðið mörg þúsund faldur þéttleikinn í
sjónum. í brotnandi báru fara loftbólur niður á
allt að 1.5 m dýpi, og stíga þaðan til yfirborðsins.
Verði óuppleystar óhreinindaagnir á leið þeirra,
setjast þær á yfirborð loftbólanna, safnast á veggi
þeirra, og er því skotið á loft í skotdropum (mynd
3). Þessar agnir geta verið úr nánast hvaða efnum
sem er, lífrænum sem ólífrænum. Jafnvel bak-
teríur geta borist á þennan hátt í andrúmsloftið úr
sjó. Hafa tilraunir með ákveðna bakteríutegund
leitt í ljós allt að 570 faldan þéttleika þeirra í skot-
dropum, miðað við þéttleika þeirra í vökvanum
sem dropinn var myndaður úr. Ljóst er þó að þetta
gildir ekki um allar bakteríutegundir, eða allar
óhreinindaagnir. Virðist aðallega sem hlutfallsleg
stærð þeirra, miðað við loftbóluna, ráði, en þó
koma fleiri atriði við sögu. Of stórar agnir, eða
bakteríur, trufla flæði vökvans niður loftbólu-
veggina og geta jafnvel komið í veg fyrir að skot-
dropar myndist.
ÆGIR — 597