Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 17
VI. Fyrsta íslenska varðskipið, ef nota má svo mikið 0rð um lítinn bát, hét Ágúst. Hann var smíðaður í ^eykjavík árið 1911 af þeim Otta Guðmyndssyni °8 Guðlaugi Torfasyni og gekk fyrst til veiða úr ^irunni á vetrarvertíð árið 1911. Þegar Garðmenn höfðu ákveðið að halda úti báti landhelgisgæslu vorið 1913 var tekið að svipast Urrr eftir heppilegri fleytu. Ágúst varð fyrir valinu °8 var Stefán Sigurfinnsson í Bakkakoti í Leiru, e>nn af eigendum bátsins, ráðinn formaður við 8®sluna. Varð hann þannig fyrstur íslenskra skip- srióra til að hafa með höndum landhelgisgæslu hér við land. í viðtali, sem Gunnar M. Magnúss rithöf- j>ndur átti við Stefán um eða skömmu eftir 1960, ýsti hann gæslustörfunum með þessum orðum: >»En það var í maí 1913, sem við byrjuðum á landhelgisgæzlunni, ... — eftir að samið hafði verið við hreppsnefnd Gerðahrepps um úthald- >ð. Ég var formaður á bátnum, en með mér voru Ingjaldur Jónsson frá Melbæ, hann var vélamaður, en hásetar voru Jóhann Petersen frá Litla-Hólmi og Ásmundur Björnsson úr Garði. Undirbúningur var þannig, að við höfðum samband við sýslumanninn í Hafnarfirði, og áttum að tilkynna honum um landhelgisbrotin eða kæra til hans, en varðskipin gáfu okkur lín- una með allri ströndinni. Við miðuðum línuna allsstaðar við landið, höfðum landmiðin til hliðsjónar. Ég vátryggði menn og bát hátt, og síðan hóf- um við gæzlustarfið. Við fórum alltaf út, þegar við sáum einhvern botnvörpung nálgast og sveimuðum nálægt lín- unni til þess að hafa gát á þeim. Þegar svo bar undir, að við staðsettum einhvern með vörpuna fyrir innan línuna, stímuðum við þangað og lögðum þar bauju, tókum jafnframt nafn og númer af sökudólgnum, ef hann hafði ekki breitt yfir, en það vildi nú bera við. Ég bjóst jafnan við hinu versta af hálfu veiði- þjófanna, hafði þessvegna streng bundinn í bát- inn og belg i hinum endanum, sem skyldi fljóta upp, ef báturinn yrði stímaður niður, — væri þá hægt að vita, hvar hann lægi á botninum. Þetta gekk nú allt nokkuð vel, við kærðum marga veiðiþjófa, en sumir þeirra sluppu undan og náðust ekki. Þeim var illa við okkur, þessum ágangsseggj- um, þegar við vorum að sveima kringum þá, og hótuðu hvað eftir annað að stíma bátinn niður, ef við hypjuðum okkur ekki, segir Stefán. — En létu þó standa við hótanirnar? ÆGIR — 577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.