Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 31
Á þinginu er leitast við að fjalla um hin margvis 'egustu efni innan allra greina haffræða eins og þau ber hæst hverju sinni. Til þess eru valdir frum- mselendur, sem eru kunnir fyrir þekkingu sína á viðkomandi sviði. Áhugi haffræðinga á þessum þ'ngum lýsir sér vel í fjölda þátttakenda, sem voru að þessu sinni í Halifax um 850 talsins, og komu þeir frá öllum heimshornum eða löndum, smáum r>kjum og stórum. Áberandi þótti t.d. að þessu sinni hvað Kínverjar mættu vel til leiks. Alls voru haldnir 35 fundir eða svonefndar >>sessionir“ á þinginu, hver um sig í hálfan dag, með alls liðlega 200 erindum. Efni fundanna skipt- ist ýmist í líffræðileg, eðlisfræðileg, efnafræðileg °g jarðfræðileg viðfangsefni, eða fjallað var um sérstaka málaflokka eða ákveðin hafsvæði á öllum sviðum haffræða — ,,þverfaglegt“ eins og stund- Um er sagt á ljótu stofnanamáli. Voru margir fundir samtímis. Fundarefni Eins og að líkum lætur þá var það ekki á færi eins manns að fylgjast með svo mörgum fundum, heldur varð að velja og hafna eftir því sem áhugi °g tími leyfði. Fundirnir, sem ég sótti, voru þessir: 1) Meiriháttar framfarir í haffræðum. 2) Hafið og veðráttan. 3) Mælingar á geislavirku úrgangsefni og öðr- um óstöðugum efnum í sjónum (Trancient tracers). 4) Hafstraumar Norður-Atlantshafs. 5) Suðurhöf. 6) Koldíoxíð í lofti, sjó og seti. 7) Rannsóknir á alþjóða jarðeðlisfræðiárum og íshafsrannsóknir. 8) Haffræði og fjarkönnun frá gervihnöttum. 9) Hafrannsóknir í Norðurhöfum. 10) Alþjóða veðurfarsrannsóknir. 11) Straumhvirflar í hafinu. 12) Blöndun við skil í sjónum. 13) Haffræði landgrunnshafa. Aðrir fundir þingsins, sem ég sótti ekki, voru margir á sviði jarðfrœði eða jarðeðlisfrœði og verkfrœði. Þar var fjallað um mörk meginlanda og hafa, mörk sjávar og hafsbotns og þá set, sjávarstöðu, bylgjur, samspil hafs og strandar, flekaskil, jarðskurn og málma á hafsbotni, jarð- fræðilega tímasetningu, verkfræðileg viðhorf ýmiss konar m.a. t Norður-íshafinu, og jarðsögulega haffræði (paleoceanography). Enn aðrir fundir, sem heldur ekki voru sóttir, fjölluðu Uin líffrœðileg og þeim skyld efni. Þeir voru um mengun sjávar, efni í sviflausn, frum- framleiðni, auðlindir hafsins, líffræði djúpsjávar, þangsamfélög, vistfræði svifs í köldum höfum, fiskveiðar og innbyrðis samspil tegunda o.fl. ^ Mynd. Hitastig á Englandi síðan 1659, meðalhiti 1850—1950 og hitafar á norð- Urhveli síðan 1870 ásamt hugsanlegum “hfifum koldíoxíðs á hitafarið. Myndin sýnir sveiflugjarnt hitafar á öllum tímum °g að því er virðist tilhneigingu til hcekk- undi hita fyrstu áratugi 20. aldar. Kann Par að gceta áhrifa koldioxíðs en það eitt u,skýrir ekki alla söguna eins og lœkk- andi hita eftir 1940—50. Náttúrulegu Sveiflurnar virðast þar mega sín meira 'Aa Lamb 1982). ÆGIR —591
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.