Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 15
,ann hafi átt sér stað, né hvaða sýslumaður hafi
att hlut að máli. Eigi sagan við rök að styðjast er
hn hins vegar merkileg því þetta er þá í eina skipt-
1 sem íslendingar hafa tekið landhelgisbrjót með
aðstoð skips frá öðru ríki, en hvalbáturinn hefur
Vafalítið verið norskur.
IV.
ir .
Sumarið 1902 stjórnaði danski sjóliðsforinginn
• Hammer gæsluskipinu Heklu hér við land. Að
oknu úthaldinu við ísland sendi hann danska
otamálaráðuneytinu skýrslu um störf gæsluskips-
'ns 0g er útdráttur í henni prentaður í tímariti
anskra sjóliðsforingja árið 1903.15
f skýrslunni ræddi Hammer nokkuð um hugsan-
e8an þátt íslendinga í gæslu landhelginnar. Hann
taldi það hafa jjtja þýðingu að sýslumenn reyndu
a taka togara á eigin spýtur. Það hefðu þeir oft
I^Vnt, en skorti til þess nauðsynlegt afl („nodvend-
j§e niagtmidler“). Á hinn bóginn lýsti Hammer
eifri skoðun sinni, að það gæti gert mikið gagn ef
andshöfðingi og sýslumenn skipuðu hreppstjórum
a senda bát út að togurum, sem væru að veiðum í
andhelgi. Bátsverjar gætu þá gengið úr skugga um
a. varpan væri úti, skráð hjá sér nafn togarans og
nnmer, gert staðarákvörðun með hliðsjón af
kennileitum í landi, eða sett niður bauju. Síðan
*tti að kæra veiðarnar fyrir sýslumanni, sem aftur
^nti kærunni á framfæri við varðskipsmenn eftir
a hafa látið bátsverja og hreppstjóra vinna eið að
ramburði sínum. Með eiðfesta kæru í höndum
?*tu varðskipsmenn síðan handsamað togarana
Var sem þeir fyndust. Þetta taldi Hammer hafa
^ ’hla þýðingu, þar sem togaraskipstjórar sæju, að
^gt væri að láta þá svara til saka fyrir brot þótt
JOsluskipið stæði þá ekki að verki. Benti hann á,
^ sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu
^e ði fyrirskipað hreppstjórum að hafa þennan
l^att á og samkomulag, er gengi mjög í sömu átt,
^e ði verið gert við sýslumanninn í Vestmannaeyj-
Hefði hollenskur togari einmitt verið tekinn á
^ndvelli kæru er þannig hefði verið til komin.16
'ns og sjá má gengu þessar hugmyndir Hamm-
s ntjög í sömu átt og tilraunir þær er G. Holm og
le lr foringjar á Hejmdal höfðu gert til að skipu-
j, 8§ja eftirlit með togurunum úr landi og áður var
j,a sicýrt. Munurinn var sá einn, að i stað þess að
vj^ið yrði upp föstum eftirlitsstöðvum i landi
1 Hammer gera eftirlitið með landhelgisbrotum
e'nskonar embættisskyldu hreppstjóra.
ers
aðrir
Arangurinn af tilraunum Holms og annarra,
sem á undan honum stýrðu gæsluskipinu gáfu ekki
mikið tilefni til bjartsýni um gagnsemi slíks eftirlits
og því mátti mörgum virðast svo sem hugmyndir
Hammers væru lítt raunhæfar. Staðreyndin er hins
vegar sú, að árið 1903 voru allar forsendur mjög
breyttar frá því sem var fimm til sex árum áður.
Þar er þá fyrst til að taka, að árið 1901 urðu
Danir og Bretar ásáttir um að þriggja sjómílna
,,Norðursjávarlandhelgi“ skyldi gilda við ísland.17
Samkvæmt þeim samningi var heimilt að hand-
sama og dæma landhelgisbrjóta á grundvelli eið-
festra kæra, þótt varðskipsmenn hefðu ekki staðið
þá að verki.18
í annan stað voru skilyrði íslendinga til að fylgj-
ast með togurunum að breytast. Vélbátaöldin var
að renna upp á íslandi og á vélbátum gátu lands-
menn fylgst miklu betur með landhelgisbrjótum en
á áraskipum. Vélbátarnir gátu farið út í verri veðr-
um en árabátar og þeir voru miklu fljótari í förum
og snarari í snúningum. Á vélbátunum gátu menn
skotist út að togurunum, náð nafni og númeri og
haldið aftur til lands, án þess að togaramenn
kæmu vörnum við; á þungum og oft seinfærum
árabátum var þetta miklu erfiðara. Og loks má
benda á að nú leið senn að því að síminn kæmi til
íslands og þá varð vitaskuld miklu auðveldara en
áður að koma boðum til gæsluskipsins.
Engar heimildir hefur höfundur þessara lina
fundið, er greini frá viðbrögðum íslendinga við
þessum hugmyndum Hammers, en fáum árum
síðar, eða árin 1908 og 1909 sóttu sjómenn í Kefla-
vik tvívegis um styrk til stjórnarráðsins til þess að
halda uppi eftirliti með botnvörpuveiðum á miðum
Keflvíkinga.
Fyrri umsóknin var dagsett 20. maí 1908 og ósk-
uðu Keflvíkingarnir þá eftir 200 kr. styrk, en um-
sókninni var hafnað.19
Tæpu ári síðar, eða 13. maí 1909, skrifuðu þeir
Sigurður J. Jónsson og Arnbjörn Ólafsson sýslu-
manninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu og stjórn-
arráðinu fyrir hönd hlutafélagsins Vísis í Keflavik.
í bréfinu sóttu þeir um 800 kr. styrk af fé, sem á
fjárlögum var veitt til að hafa eftirlit með fiskveið-
um útlendinga. Sögðu bréfritarar, að vélbáturinn
Júlíus ætti að stunda veiðar á timabilinu 1. mai —
30. september 1909 „...kringum allan Garð-
skaga,“ og var það hugmynd þeirra, að skipverjar
gætu þar skráð nöfn og númer þeirra skipa er þeir
stæðu að ólöglegum veiðum. Átti síðan að senda
ÆGIR —575