Ægir - 01.11.1982, Blaðsíða 22
Nýlega var skýrt frá því í Bretlandi að breska
fiskeldisfyrirtækið Golden Sea Produce sé nú að
byggja eldisstöð sem muni framleiða um 100 tonn
af sandhverfu árlega. Það hefur kostað mikla
vinnu og ekki reynst auðvelt að skapa eldistækni,
sem gerir það mögulegt að framleiða sandhverfu á
hagkvæman hátt.
Þegar á árinu 1970 hóf Golden Sea Produce
fyrirtækið tilraunir með eldi flatfiska, einkum sól-
flúru (Solea Solea), en áður hafði Fiskimálastofn-
unin breska (White Fish Authority) gert tilraun
með eldi sólflúru og fleiri tegundir flatfiska, eða
allt frá árinu 1965. Á árinu 1973 hófu Fiskimála-
stofnunin breska og Golden Sea fyrirtækið sam-
vinnu um framleiðslu sólflúru. Ekki tókst að gera
þá framleiðslu hagkvæma. Erfiðleikarnir voru
einkum fólgnir í að eldistæknin var ekki nægilega
þróuð í sambandi við framleiðslu smáseiða.
Goldan Sea fyrirtækið hætti nú tilraunum með eldi
sólflúru, einbeitti sér þess í stað að eldi sand-
hverfu.
Nú er eldistæknin við framleiðslu sandhverfu-
seiða það þróuð, að hægt er að framleiða sand-
hverfuseiði á öruggan og ekki allt of kostnaðar-
saman hátt. Tilraunir með eldi annarra flatfiskteg-
unda hafa einnig lofað góðu.
Framleiðsla Golden Sea fyrirtækisins er tvískipt.
Annarsvegar er framleiðsla smáseiða sem fer fram
í eldisstöðinni við Lock Creran. Hins vegar er
frameldi seiðanna i markaðsstærð sem fer fram í
kælivatni frá kjarnorkuverinu í Hunterstone á
vesturströnd Skotlands. Golden Sea fyrirtækið
hefur selt sandhverfuhrogn og -seiði til margra Ev-
rópulanda, en áformað er að hefja tilraunael 1
með sandhverfu m.a. í Þýzkalandi, Frakklandii
Ástralíu og Danmörku.
Erfiðleikar við framleiðslu sandhverfuseiða efU
einkum bundnir við að þegar hrognin klekjast era
sandhverfulirfurnar ekki nema 3mm að stær
Fæðan verður því að vera mjög smá fyrir lirfurnar.
og þróa þurfti aðferðir til að framleiða rétta fseðu-
í byrjun var fóðrið örsmáir einfruma þörungar, Þa
hjóldýr og síðan lirfur saltrækjunnar (Artermial-
Eftir 3ja mánaða eldi í 20°C hita, hafa sandhverfu
seiðin náð þeirri stærð að hægt er að nota venjU'
legt fiskafóður þ.e.a.s. þurrfóður og blautfóður-
Þegar sandhverfuseiðin hafa náð 0,5-2,0 g þyng
er hægt að flytja þau milli staða. í Hunterstone
eldisstöðinni hefur tekið 30-36 mánuði að ala san
hverfu í 2-3 kg. stærð. Verð á sandhverfu er mjö®
hátt um þessar mundir, og hafa fengist allt að 2
kr. fyrir kg.
Sandhverfa (Psetta maxiam).
582 — ÆGIR