Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1982, Side 31

Ægir - 01.11.1982, Side 31
Á þinginu er leitast við að fjalla um hin margvis 'egustu efni innan allra greina haffræða eins og þau ber hæst hverju sinni. Til þess eru valdir frum- mselendur, sem eru kunnir fyrir þekkingu sína á viðkomandi sviði. Áhugi haffræðinga á þessum þ'ngum lýsir sér vel í fjölda þátttakenda, sem voru að þessu sinni í Halifax um 850 talsins, og komu þeir frá öllum heimshornum eða löndum, smáum r>kjum og stórum. Áberandi þótti t.d. að þessu sinni hvað Kínverjar mættu vel til leiks. Alls voru haldnir 35 fundir eða svonefndar >>sessionir“ á þinginu, hver um sig í hálfan dag, með alls liðlega 200 erindum. Efni fundanna skipt- ist ýmist í líffræðileg, eðlisfræðileg, efnafræðileg °g jarðfræðileg viðfangsefni, eða fjallað var um sérstaka málaflokka eða ákveðin hafsvæði á öllum sviðum haffræða — ,,þverfaglegt“ eins og stund- Um er sagt á ljótu stofnanamáli. Voru margir fundir samtímis. Fundarefni Eins og að líkum lætur þá var það ekki á færi eins manns að fylgjast með svo mörgum fundum, heldur varð að velja og hafna eftir því sem áhugi °g tími leyfði. Fundirnir, sem ég sótti, voru þessir: 1) Meiriháttar framfarir í haffræðum. 2) Hafið og veðráttan. 3) Mælingar á geislavirku úrgangsefni og öðr- um óstöðugum efnum í sjónum (Trancient tracers). 4) Hafstraumar Norður-Atlantshafs. 5) Suðurhöf. 6) Koldíoxíð í lofti, sjó og seti. 7) Rannsóknir á alþjóða jarðeðlisfræðiárum og íshafsrannsóknir. 8) Haffræði og fjarkönnun frá gervihnöttum. 9) Hafrannsóknir í Norðurhöfum. 10) Alþjóða veðurfarsrannsóknir. 11) Straumhvirflar í hafinu. 12) Blöndun við skil í sjónum. 13) Haffræði landgrunnshafa. Aðrir fundir þingsins, sem ég sótti ekki, voru margir á sviði jarðfrœði eða jarðeðlisfrœði og verkfrœði. Þar var fjallað um mörk meginlanda og hafa, mörk sjávar og hafsbotns og þá set, sjávarstöðu, bylgjur, samspil hafs og strandar, flekaskil, jarðskurn og málma á hafsbotni, jarð- fræðilega tímasetningu, verkfræðileg viðhorf ýmiss konar m.a. t Norður-íshafinu, og jarðsögulega haffræði (paleoceanography). Enn aðrir fundir, sem heldur ekki voru sóttir, fjölluðu Uin líffrœðileg og þeim skyld efni. Þeir voru um mengun sjávar, efni í sviflausn, frum- framleiðni, auðlindir hafsins, líffræði djúpsjávar, þangsamfélög, vistfræði svifs í köldum höfum, fiskveiðar og innbyrðis samspil tegunda o.fl. ^ Mynd. Hitastig á Englandi síðan 1659, meðalhiti 1850—1950 og hitafar á norð- Urhveli síðan 1870 ásamt hugsanlegum “hfifum koldíoxíðs á hitafarið. Myndin sýnir sveiflugjarnt hitafar á öllum tímum °g að því er virðist tilhneigingu til hcekk- undi hita fyrstu áratugi 20. aldar. Kann Par að gceta áhrifa koldioxíðs en það eitt u,skýrir ekki alla söguna eins og lœkk- andi hita eftir 1940—50. Náttúrulegu Sveiflurnar virðast þar mega sín meira 'Aa Lamb 1982). ÆGIR —591

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.