Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1985, Side 32

Ægir - 01.12.1985, Side 32
viðurkenning frá slíkum nám- skeiðum verði skylda til að fá lög- skráningu á skip. Þar verði kenndar öryggis-, bruna- og slysavarnir, reykköfun, auk notk- unar björgunarbúnaðar, og al- menn sjómennska. Sérhæfð námskeið, fyrir áhafnir verslunar- og farþegaskipa, verði haldin í Reykjavík. 4. í samráði við Trygginga- stofnun ríkisins verði hannað eyðublað, sem skipstjóri fyllir út ef slys eða áverkar verða á mönnum í skipi hans. Skal eyðu- blað sent strax og í land er komið til umboðsskrifstofu Trygginga- stofnunar á staðnum, viðkom- andi útgerðar- og launþegasam- taka hins slasaða. 5. Strandarstöðvar, sem Til- kynningarskyldan og skip skipta við, verði styrktar og efldar og alltaf opnar sjómönnum vegna nauðsynlegs sambands þeirra við fjölskyIdur sínar. Fjölgað verði skyldutilkynningum skipa til Til- kynningarskyldu og sektar- ákvæði tekin upp vegna þeirra, sem trassa skylduna. Jafnframt verði bjöllutæki (SECALL-TÆKI) sett í hvert skip með talstöð og allir íslenskir bátar skyldaðirtil að hafa V.H.S.-talstöð um borð. 6. Stöðugleiki allra eldri skipa verði mældur, svo og þeirra nýrri, hafi umtalsverðar breytingar verið gerðar á þeim á byggingar- tímanum eða síðar. Prófanir skal gera á þyngd veiðarfærabúnaðar og settar reglur um frágang afla í lest og á þilfari, svo sem um skel- fisk og afla sem landað er dag- lega. 7. Ákvæði um ábyrgð skipa- smíðastöðva, vélsmiðja og eig- enda skipa vegna breytinga á skipum og skil á teikningum og stöðugleikaútreikningi til Siglinga- málastofnunar vegna þess verði hert. 8. Rannsóknir sjóslysa - sjó- próf - verði færðar í nútímalegt horf, sbr. rannsóknir umferðar- og flugslysa. 9. Lokið verði við endur- skoðun laga um Landhelgisgæslu ríkisinsá næstu vikum. í nýrri lög- gjöf verði Landhelgisgæslunni heimilað að skyndiskoða skip í höfnum inni sem úti á sjó. Ef um alvarlegt brot á búnaðarreglum er að ræða, er Landhelgisgæslunni heimilt að láta kyrrsetja skip í höfn þar til bót hefur verið ráðin á. 10. Stuðlað verði að því að útgerðarmenn og sjómenn geri samning um lágmarkshvíld á fiski- og farskipum. í kjölfar þess verði sett lög um lágmarkshvíld á skipum. 11. Öryggismálanefnd sjó- manna leggur til, að björgunar- netið „Markús" verði þegar fyrir- skipað um borð í öll íslensk skip og komi til viðbótaröðrum örygg- isbúnaði. Sjálflýsandi merkingar verði skyldaðar á allan hlífðar- fatnað sjómanna og lögleidd verði björgunar- (flot-) vesti með hífingarhönkum. Björgunar- vestið verði einnig útbúið Ijósum. Skylt verði að búa þau skip reyk- köfunarbúnaði þar sem því verður við komið. 12. Strax verði samþykktur sá hluti alþjóðasamþykktar frá 1974 um öryggi mannslífa á hafinu, sem ekki hefur þegar verið stað- festur hér á landi. Sérstaklega er bent á 3. kafla þessarar sam- þykktar, sem fjallar um bjargtæki farm- og farþegaskipa. Þar er m.a. fjallað um yfirbyggða björg- unarbáta og björgunargalla allrar áhafnar þeirra bjargbáta, sem ekki eru yfirbyggðir. 14. Staðið verði við þá kröfu siglingamálastjóra frá því í ágúst s.l. um að skipt verði um og feng- inn viðurkenndur gormur í þann losunarbúnað þar sem sleppt er sjálfvirkt með krafti gorms, en sá frestur sem gefinn var er útrunn- inn. Allur sleppibúnaður gúmmí- björgunarbáta á skipum fái ítar- lega skoðun fyrir áramót. Öll þil- farsskip verði skylduð til að hafa sjálfvirkan sleppibúnað. Öryggis- málanefnd sjómanna telur að strax skuli allur sjálfvirkur sleppi- búnaður gúmmíbjörgunarbáta tekinn til ítarlegrar og hlutlausrar prófunar af tæknideild Fiskifélags íslands. Prófa skal getu og kraft þess sjálfvirka búnaðar, sem Sigl- ingamálastofnun hefur viður- kennt til þessa. Skal m.a. prófað við aðstæður þegar allur búnað- urinn er undir 10—12 cm þykku íslagi og við 60 gráðu halla þegar sleppibúnaðurinn er staðsettur á þaki stýrishúss. í kjölfar þessara tillagna skip- aði samgönguráðherra m.a. nokkrar nefndir til að hrinda þeim í framkvæmd eða semja nánari reglur. Skipun Öryggismálanefndar sjómanna og starfsemi þeirrar nefndar eru tvímælalaust merkur áfangi á leið að því sameiginlega markmiði, sem allir aðilar, sem starfa við öryggismál, stefna að. Samgönguráðherra Matthías Bjarnason skipaði 14. mars s.l. fjögurra manna nefnd til þess að fjalla um námskeiðahald um öryggismál sjómanna. Aðaltillaga nefndarinnar er á þá leið að nú þegar verði haldin 3-4 daga farnámskeið fyrir sjó- menn um öryggismál á sama grundvelli og Slysavarnafélag íslands hefur gert að undanförnu í Reykjavík. Námskeiðin verði haldin á öllum helstu útgerðar- stöðvum landsins. Fjöldi sjó- manna á landinu er um 6-7 þús- und menn. Að mati nefndarinnar væri æskilegt að ná til allra íslenskra sjómanna með lág- marksöryggisfræðslu á 3-5 árum. Nefndin fjallaði ítarlega 702-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.