Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 12

Ægir - 01.02.1989, Blaðsíða 12
64 hluta og svo má nefna framleiðslu Sæplasts, sem mjög hefur dafnað á stuttum tíma. Athafnamenn Margir útvegs- og athafnamenn hafa rennt styrkum stoðum undir vöxt og viðgang byggðarlagsins frá upphafi. Verður hér aðeins stiklað á stóru. Á árunum 1905 til 1920 eru taldir upp 42 menn og ein kona sem eiga báta, eða hlut í báti, samtals 224 báta. Að meðaltali gerir þetta 14 báta á ári, sem út eru gerðir frá Dalvík. Þeir sem mest máttu sín höfðu fiskvinnslu og var mest verkað í salt. Má þar til nefna Þorstein Jónsson kaup- mann, Baldvin á Böggvisstöðum, Jóhann Jóhannsson í Sogni, Júlíus Björnsson ÍSunnuhvoli, Hólsmenn, Þorleifur Karl, Sveinbjörn Jóhanns- son og Sigurður P. Jónsson o.fl. Fiskurinn var lengi fluttur til Akur- eyrar og þaðan á markað erlendis. Cerði það m.a. hafnleysið. Félög þau sem helst koma við sögu, varð- andi verslun voru framan af, Gránufélagið á Akureyri, Höepfn- ersverslunin og loks Kaupfélag Eyfirðinga. Keyptu þau afla og önnuðust útflutning. ÆGIR Nokkra athafnamenn skal nefna hér er sett hafa svip á staðinn frá því um 1920. Sigfús Þorleifsson gerði út báta og stofnaði ásamt fleirum Útgerð- arfélag Dalvíkinga. - Björgvin Jónsson var lengi farsæll skipstjóri, stofnandi Ú.D. og lengi skipstjóri á nafna sínum. En „Björgvinarnir" eru orðnir margir sem gerðir hafa verið út frá Dalvík. - Loftur Bald- vinsson, sonur Baldvins á Bögg- visstöðum, og sonur hans — Aðal- steinn sem var mjög stór í sinni útgerð til fjölda ára ásamt brærðum sínum. Gerði Aðalsteinn t.d. út Baldvin Þorvaldsson, Loft Baldvinsson og pólska skuttogar- ann Baldur, sem nú er Hafþór. Aðalsteinn reisti mikið hús yfir starfsemi sína, sem frystihús KEA á í dag. - Júlíus Björnsson og síðar sonur hans - Egill áttu sinn stóra þátt í velgengni Dalvíkur. Egill gerði m.a. út Hannes Hafstein og byggði myndarlegt hús yfir starf- semina. Þar er nú saltfiskverkun frystihússins. — Páll Friðfinnsson stóð í útgerð og rak söltunarstöð- ina Múla á síldarárunum. - Útgerðarfélagið Röðull hf. gerði út „Bjarmana" og var lengi með blóm- legan rekstur. Framkvæmdastjóri þess var-Jón Stefánsson. Það átti Dalvík eftir jaröskjálftann í júní 1934. 2/89 og stórt hús við höfnina. Þar er nú til húsa Fiskverkun Jóhannesar og Helga hf. og Otur hf. - Kristinn Jónsson setti á stofn netaverkstæði 1931, Netjamenn hf., og starfaði það fram til 1964. Var það urtf tíma eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og var starf- semin aðallega við síldarnætur. - Netagerð Dalvíkur hf. tók svo við er Kristinn hætti og sinnir hún flotanum í dag. Verkefnin hafa breyst, þannig að mest er nu unnið við troll og þorskanet. -. Júlíus Kristjánsson stýrir fyrirtæk- inu. Þar vinna nú að staðaidri 5-7 manns. Mörgum hefur verið sleppt her en þeir eiga sinn hlut að máli líka- Víst er um það að á árunum 1940-1970 eflist staðurinn mjög og hefur svo verið síðan. Verka- menn og konur hafa fylgt athafna- mönnunum vel eftir og ekki legio á liði sínu, enda vandséð tilvist bæjarins án vinnufúsra handa. Kaupfélagið Kaupfélag Eyfirðinga hefur verið, — og er, stærsti vinnuveit- andinn á Dalvík, enda hafa umsvi' þess vaxið með hverju ári síðan það hóf verslunarrekstur 1916- Keypti það verslunarrekstur Jóhanns Jóhannssonar í Sogni árið 1915. Hann varð útibússtjóri o% síðar sonur hans Baldvin. Það var fyrst og fremst verslunin sert1 félagið rak, en er fram liðu stuno'r tók það æ meiri þátt í atvinnuli'" inu. Ú.K.E.D. (útibú Kaupfélag5 Eyfirðinga á Dalvík) reisti slátur- hús 1929, kaupir eignir Höepfner5' verslunarinnar 1934 og opnar Pa nýja sölubúð. 1938 setur það á fó' beinaverksmiðju og lifrarbraeðslu- Hefur hraðfrystingu í frystihús' sínu 1939 og gerir endurbætur a því. 1947 kaupir kaupfélagið bí«3" verkstæði Jónasar Hallgrímssonar og hefur rekið það síðan ásam vélaverkstæði. Mikil þjónusta e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.