Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 12

Ægir - 01.02.1990, Page 12
64 ÆGIR 2/90 heimshöfin þegar djúpsjórinn flæðir suður yfir neðansjávar- hryggina við ísland. Yfirborðs- straumar og lóðréttir ferlar í Norðurhöfum eru sýndir á skýr- ingarmynd á 3. mynd. Aðaldrættir hafstrauma eru sýndir með örvum á efri hluta myndarinnar og lóð- réttar hreyfingar og ferlar í djúpinu eru sýndir á neðri hlutanum. Lengst til hægri er Grænlandssund og íslandshaf. Þegar aukið magn pólsjávar berst inn á íslandshaf hefur það ekki aðeins svæðisbundin og nei- kvæð áhrif á umhverfið á Norður- miðum heldur einnig áhrif á möguleika íslandshafs til að endurnýja djúpsjóinn. Aukinn pólsjór úr vestri í íslandshafi minnkar yfirborðsseltu og þar með eðlisþyngd efsta sjávarlagsins. Við vetrarkólnun nær slíkur sjór ekki að sökkva og endurnýja djúpsjó- inn sé selta hans undir 34.7, (Svend-Aage Malmberg 1969). Þannig lokar aukinn pólsjór fyrir lóðrétt streymi í íslandshafi og ekki er ólíklegt að hafís myndist í köldum veðrum á veturna. Hringrás hafsins Líkur eru til þess að óvenju mikið magn ferskvatns hafi komið úr Norðuríshafi á hafísárunum 1965 og 1967-1971. Aukning fersk- vatnsins var svo mikil að hún heíur verið rakin sem seltufrávik í hringrás Norður-Atlantshafs og tók ferðin u.þ.b. 13 ár, (4. mynd) (Dickson, Meincke, Malmberg og Lee 1988). Loftþrýstingur jókst yfir Grænlandi 1965 með vaxandi norðanáttum við Austur-Græn- land. Rúmmál Austur-Grænlands- straums óx og Austur-íslands- straumur (sjá 1. mynd) breyttist úr 3. mynd. Skýringarmynd Norðurhafa. Efri hlutinn sýnir yfirborðsstrauma. Neðri hlutinn sýnir lóðrétta ferla og sjógerðit ásamt þverskurði botnsins. (Et'tir K. Aagaard, j.H. Swift og E.C. Carmack 1985.)

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.