Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Síða 14

Ægir - 01.02.1990, Síða 14
66 ÆGIR 2/09 Stefán Þórarinsson: Þróunarsam vinna í tíu ár Á þessu ári eru tíu ár liðin síðan ísland og Cabo Verde í Vestur- Afríku hófu með sér þróunarsam- vinnu á sviði fiskveiða. Það var vorið 1980 sem rannsókna- og fiskiskipið Bjartur kom til Cabo Verde og hófst þar með formlega þróunarsamvinna ríkjanna, sem staðið hefur óslitið síðan. Þetta þróunarsamvinnuverkefni á Cabo Verde er fyrsta sjálfstæða þróunar- samvinnuverkefni íslendinga sem eitthvað hefur kveðið að. Áður hafa íslendingar fyrst og fremst tekið þátt í þróunarsamvinnuverk- efnum með öðrum þjóðum, eink- um Norðurlöndunum og lagt til fjármagn og eitthvað af starfsfólki en aðrir sáð um skipulagninguna og framkvæmd verkefnanna. Þá hafa einnig margir íslendingar unnið hjá einstökum undirstofn- unum Sameinuðu þjóðanna svo sem FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnunarinnar, við þróunar- samvinnuverkefni og getið sér gott orð á þeim vettvangi. Frá árinu 1972 til ársins 1982 starfaði hérlendis þingkjörin nefnd, sem nefndist Aðstoð íslands við þróunarlöndin, AÍÞ, sem fór með málefni er snertu þróunarsamvinnu í nánu samráði við utanríkisráðuneytið. K árinu 1982 var þessi nefnd lögð niður en þróunarsamvinnustofnun Is- lands sett á stofn með lögum frá Alþingi og tók stofnunin yfir starf AÍÞ. Upphafið að samvinnu íslands og Cabo Verde má rekja allt aftur til ársins 1977 er ríkin tóku upp stjórhmálasamband að undan- gengnum „diplómatískum þreyf- ingum" sendiherra landanna í Frakklandi á þeim tíma. Því næst skrifaði forseti Cabo Verde, hr. Aristides Pereira, þáverandi for- seta íslands dr. Kristjáni Eldjárn bréf þar sem hann fór fram á að ísland veitti aðstoð í þróun fisk- veiða á Cabo Verde. Erindinu var beint til þáverandi ríkisstjórnar Islands sem þegar ákvað að leggja málinu lið. AÍÞ. var falin fram- kvæmd verkefnisins en Fiskifélag íslands var jafnframt fengið til aðstoðar. Verkefnið fór hægt af stað og lítið gerðist næstu tvö árin. Þó voru sendar tvær sendinefndir til Cabo Verde 1977 og 1979 til undirbúnings og samráðs við heimamenn. Endanlega fór svo verkefnið ekki í gang fyrr en á árinu 1980, en einmitt það ár gekk í gildi fyrsta fimm ára þróunar- áætlun Cabo Verdebúa. Áætlunin var undirbúin af Cabo Verde- mönnum sjálfum í samvinnu við Þróunarátak Sameinuðu Þjóð- anna, UNDP. Áætlunin einkennd- ist m.a. af því að hún tók mið af þróun þriggja lítilla evríkja. Þróun tiltekinna sviða þjóðlífsins í þessum þrem eyríkjum var at- huguð sérstaklega og valin sem fordæmi þróunaráætlunar Cabo Verdemanna. Eitt þessara eyríkja var ísland og sjávarútvegur hér var það fordæmi sem sett var. Hin eyríkin voru Malta en þar var for- dæmið ferðamannaþjónusta og að síðustu voru Kanaríeyjar og frí- hafnarviðskiptin þar fordæmi. Land og þjóö Cabo Verde er eyjaklasi sem liggur í skeifulaga boga í útjaðri Atlantshafshryggjarins mikla. Eyjarnar eru í hásuðri frá íslandi á 14°-17° norðlægrar breiddar og u.þ.b. 500 km undan Grænhöfða (Cabo Verde) í Senegal. Græn- höfði er vestasti hluti meginlands Afríku en lýðveldið Cabo Verde vestasta ríkið. Hitabeltisloftslag er á eyjunum og þar ríkja staðvindar. Heitur og þurr norðaustan vindur ættaður úr Sahara eyðimörkinni á meginlandi Afríku leikur urn eyjarnar næstum allan ársins hring. Miklir þurrkar og jarðvegs- eyðing hefur hrjáð eyjarnar einkum undangengin 24 ár þannig að nú eru eyjarnar næstum ein auðn sands og grjóts. Vatnsöflun er geysilega erfið og sumstaðar verður að eima vatn úr sjó til neyslu. Náttúruleg auðæfi eru af mjög skornum skammti og í raun hafa eyjarnar lítið upp á annað að bjóða en fólk. Að vísu eru nokkrir möguleikar fólgnir f fiskveiðum en þeir eru einnig verulega tak- markaðir vegna mjög lítils land-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.