Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 15

Ægir - 01.02.1990, Page 15
2/90 ÆGIR 67 grunns við eyjarnar. í raun eru eYjarnar fjallatoppar sem rísa brattir úr sæ en alls eru þær 14 talsins og eru níu þeirra byggðar. Ibúar á eyjunum eru rétt um 400 þúsund en áætlað er að allt að 600-700 þúsund búi og starfi í öörum löndum, einkum í Banda- r|kjunum. Verulegur hluti gjald- eyristekna Cabo Verde kemur frá Þessu fólki sem býr og starfar er- endis og sendir peninga heim til fjölskyldna sinna. Cabo Verde menn þykja sérlega traustir og góðir til vinnu og gott orð hefur ar|ð af þeim sem sjómönnum. Þe'r hafa því víða fengið vinnu, nanast út um allan heim, og eru þegar nokkrir starfandi hér á landi. Cabo Verde fannst árið 1460 eða skömmu eftir að Portúgalir öfðu uppgötvað siglingaleiðina suður fyrir Afríku eða Góðra- v°narhöfða. Landkönnuðurinn Portúgalski Diogo Gomes er talinn afa komið fyrstu til eyjanna. ögum ber ekki saman um hvort Par hafi einhverjir verið fyrir eða ekki en hvað sem því líður voru eyjarnar skógi vaxnar frá fjöru til lalls. Eyjarnar byggðust snemma UPP einkum af portúgölskum refsi- |öngum og ánauðugum þrælum lrá meginlandinu. Eyjarnar urðu PV|’ snemma miðstöð þrælaversl- Unar enda styst frá þeim yfir til Uleginlands Ameríku og í Karíba- al- Hinir sterku staðvindar og st.raumar gáfu góðan byr yfirum e|ns 0g þeir gera enn þann dag í ag en nú nýtir skútufólk þennan Vr í stað þrælaskipanna fyrr á hirium. Þjóðiri er blanda fólks úr ymsum áttum Verdebúar eru ákaflega þjóð, afkomendur hvítra °§ svartra manna sem voru fluttir Uauðugir til eyjanna. Útþrá er erk meðal íbúanna en þeir elska Sarnt úndið sitt. Þeir eru haldnir Cabo Piönduð sterkri þjóðerniskennd og eru stoltir af uppruna sínum. Flestir eru dökkir yfirlitum og menningin er blanda afrískrar og evrópskrar menningar. Þeir tala sitt eigið mál, Creolo, en það er einungis talmál svo að nota verður portúgölsku sem ritmál. Eyjarnar hlutu sjálfstæði 5. júlí 1975 þegar portúgalska nýlendu- veldið hrundi innanfrá á nokkrum mánuðum það ár. í landinu er starfandi einn sósíalískur stjórn- málaflokkur, PAICV, sem var leið- andi í sjálfstæðisbaráttu eyjanna. Cabo Verde hefur ætíð fylgt sjálf- stæðri utanríkisstefnu og fetað einstigi milli austurs og vesturs af mikilli snilld. Um þá hefur verið sagt í gamansömum tón, að þeir hafi hjartað í Moskvu en magann í Wasington. í landinu eru engar útlendar herstöðvar eða önnur hernaðaraðstoð í þágu erlendra afla. Þeir hafa getið sér gott orð meðal ríkja Afríku sem milli- göngumenn og sáttasemjarar. Þjóðfélagsástand er bágborið á eyjunum. Cabo Verde er eitt af 10 fátækustu ríkjum heims eða eitt svokallaðra LDC ríkja (Least developed countries). Fólkið lifir almennt rétt við hungurmörk og skortur á mat og nauðsynjavöru er tíður. Heilbrigðisástand er þokka- legt en þó fyrirfinnast allar teg- undir sjúkdóma sem einkum eru fylgifiskar fátæktarinnar. Cabo Verdebúi getur reiknað með því að ná rúmlega 60 ára aldri og rúmlega 80 nýfædd börn af hverjum þúsund deyja árlega. Talið er að um 40% fullorðinna sé læs en hlutfallið er mun hærra meðal ungs fólks þó að aðeins rúmlega annar hver Ijúki fullu skyldunámi. Fátækt er mikil og eru þjóðartekjur á mann rétt um 400 USD á sama tíma og þær eru um 20500 USD á mann hérlendis. Skorturerásjúkrahúsum, læknum og hjúkrunarfólki. Elliheimili þekkjast ekki. Nánast engin að- staða er fyrir geðsjúka, lamaða eða fatlaða og verður hver sem getur að hjálpa sér sjálfur. Atvinnuleysi er mikið enda vinna árstíðabundin og sveiflu- kennd. Aðal atvinnuvegirnir eru landbúnaður og sjávarútvegur. Báðum greinum er þröngur stakk- ur skorinn af náttúrunnar hendi. Þurrkar og jarðvegseyðing valda landbúnaðinum þungum bú- sifjum ár hvert og lítið landgrunn við eyjarnar takmarkar verulega fiskigengd við þær. Þróunarsam- vinna og utanaðkomandi aðstoð halda nánast lífinu í þjóðinni eins og er. Seigla og kjarkur heima- manna er þó mikill og sjálfsbjarg- arhvötin sterk. Helmingur þjóðar- innar býr í borgum og minni þorpum en aðrir í dreifbýli upp til fjalla og lifa af landbúnaði. Flest minni þorpin eru niður við strönd- ina. Þorpsbúar svo og margir borgarbúa halda ýmis húsdýr samhliða ýmsum störfum. Fiskveiðar er aðalatvinnan í þorpunum við ströndina. Þessi blanda af húsdýrahaldi og annarri atvinnu, einkum fiskveiðum, líkist í mörgu sjálfsþurftarbúskap eins og þekktist á árum áður á íslandi, þar sem fiskveiðarnar voru aðal- atvinnan en húsdýrahald auka- geta. Mest af fiskaflanum fer til neyslu innanlands. Fiskur er sér- lega mikilvæg og næringarrík fæða landsmanna í hinum dreifðu byggðum landsins og í bæjum og borgum. Ef landsmenn fengju ekki „Cavalabitann",)(Cavala er fiskur af makríltegund) sinn með hrís- grjónum og baunum hvern dag, væri vá fyrir dyrum á Cabo Verde. Þróunarstarf íslendinga Þróunarstarf íslendinga á Cabo Verde hefur fyrst og fremst lotið að fiskveiðum heimamanna. Fisk- veiðar við Cabo Verde eru mjög frábrugðnar því sem hér þekkist. ''Cavala er fiskur af makriltegund.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.