Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1990, Qupperneq 16

Ægir - 01.02.1990, Qupperneq 16
68 ÆGIR 2/90 Ársafli er lítill eða rúm 7000 tonn að jafnaði. Aflinn er að mestu veiddur á króka en hringnót er einnig notuð við veiðar á makríl. Aflinn er fyrst og fremst túnfiskur og makríll en einnig er dálítið veitt af botnlægum fiski og humri eða krabba. Humarinn er veiddur í gildrur en hann lifir á hörðum og grýttum botni. Opnir smábátar koma með mestan afla að landi eða allt að 85% ársaflans og fer sá afli að mestu til neyslu innan- lands. Stóru bátarnir veiða einkum túnfisk með „pole and line" (stöng og línu) aðferðinni en sá afli er frystur og fluttur út. Útflutningur- inn er að jafnaði lítill eða nokkur þúsund tonn á ári. Þróunarstarf íslendinga beindist fyrst og fremst að stórútgerð og útflutningi. Markmiðin voru að efla hana og útflutninginn. Áhersl- urnar hafa verið mismunandi á þessu tíu ára tímabili en ætíð hefur verið stefnt að sama markmiði. Tímabilið hefur skipst í þrjá mis- munandi kafla frá upphafi sem kenndir hafa verið við þau skip sem send voru til Cabo Verde. Bjartstímabilið 1980-1981 M.S. Bjartur var fyrsta skipið sem sent var til Cabo Verde ásamt sveit vaskra manna. Verkefnið var einnig frumraun íslendinga á þessu sviði. Vitneskja um aðstæð- ur á eyjunum var að skornum skammti og að sumu leyti var rennt blint í sjóinn hvað verkefnið áhrærði. Megináherslur þessa kafla var fiskileit og tilraunaveiðar. Einkum stóð til að efla nótaveiðar á makríl og var búnaður miðaður við það. Þegar til kom reyndist makríl- gengd vera miklu minni við eyjarnar en vænst var og varð árangur af nótaveiðunum Iíti11- Ýmsir erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum á þessum árum. Skipið Bjartur, sem var gamall síldarbátur byggður í Austur-Þýskalandi 1965 og hafði þjónað Norðfirðingum og Grindvíkingum dyggilega í árarað- ir, reyndist illa og bilaði mikið. Rafbúnaður og ýmis tæki skipsins tóku að bila ört í hitanum og rakanum á Cabo Verde og olli það miklum frátöfum. Þá voru að- stæður allar mjög erfiðar í landi og mikill skortur á allri nauðsynja- vöru, vatni, olíu og ís sem gerði mönnum lífið leitt. Lýðveldið var ungt að árum á þessum tíma og enn í sárum eftir sjálfstæðisbarátt- una og stjórnvöld ekki búin að ná tökum á stjórn landsins. Útgerðarmenn og skipstjórar Dráttarbraut fyrir allt að 450 þungatonn. Pantið pláss tímanlega. Botnhreinsun og málun. Öll almenn viöhaldsvinna ásamt smíöi yfirbygginga og innréttinga. Leitið upplýsinga og tilboða. Skipasmíöastöðin Dröfn h/f Strandgata 75, 220 Hafnarfirði. Símar: 50393 - 50483
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.