Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Síða 18

Ægir - 01.02.1990, Síða 18
70 ÆGIR 2/90 íslendinga. Fiskveiðiverkefni voru ekki ein á dagskrá því einnig var ráðist í ýmis önnur verkefni á öðrum sviðum þjóðlífsins. Studd voru verkefni á sviði heilsugæslu, velferðarmála, jarðhitarannsókna, smábátaútgerðar, hafrannsókna, studd var bygging fræðslumið- stöðvar kvenna og matvæli send til eyjanna. Samstarfsverkefnin á öðrum sviðum voru sem sagt fjölmörg, þó ekki væru þau stór í sniðum. Þau verkefni gáfu samvinnu íslands og Cabo Verde nýja vídd og meiri dýpt en áður. Það má segja að það hafi verið vel við hæfi að dreifa kröftunum dálítið um þjóðfélagið, sérstaklega þar sem Cabo Verde- búar búa dreift og við mikla sam- gönguerfiðleika. Þá er þörfin ekki minni á þeim sviðum sem samstarf var nú í fyrsta sinn hafið á. Þetta samstarf hefur verið með nokkuð öðrum hætti en í fiskveiðum. Hlutur ÞSSÍ var fyrst og fremst fjár- eða efnisframlög en Cabo Verde- menn sáu um framkvæmdir með vissum undantekningum. í fisk- veiðiverkefnunum voru framlög ÞSSÍ fé, efni og mikil tæknileg aðstoð, sem fólst í dvöl íslenskra starfsmanna í lengri eða skemmri tíma á Cabo Verde. Hlutur heima- manna var þó stór og lögðu þau tvö fyrirtæki, sem voru samstarfs- aðilar í fiskveiðum, til fjölda fólks, efni og fé í samstarfið. Hlutur heimamanna gerir þetta verkefni nokkuð sérstakt. Það virðist ekki algengt í þróunarstarfi að heima- menn leggi almennt mikið til verk- efna sem þessara, annað en það sem ekki kostar fjárútlát. í þessu tilviki lögðu heimamenn til ýmis- legt sem kostaði þá fé. Fiskveiðivekefnið var sem fyrr fyrirferðamest. Niðurstöðurnar úr fyrri verkefnum um að á land- grunninu við eyjarnar væri talsvert magn botnlægra fiskistofna sem lítið sem ekkert voru nýttir, köll- uðu á áframhaldandi starf. Þær niðurstööur þóttu sérlega mikilvægar, þar sem veiðar og vinnsla á fyrrnefndum fiski gætu skapað festu í útgerð og fisk- vinnslu á Cabo Verde. Eitt helsta vandamál þar hefur verið mjög árstíðabundnar veiðar á túnfiski, makríl og krabba með löngum hléum á milli vertíða. Þessi löngu hlé og aðgerðarleysi, sem þeim fylgdi, hafa valdið miklum rekstr- arerfiðleikum hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þá var einnig talið, að þrátt fyrir að ekki er um mikið magn að ræða, u.þ.b. 6-8 þúsund tonna mögulega ársveiði, gæti hagnýting þessara fisktegunda eflt fiskveiðar á Cabo Verde verulega. Ekki að- eins í auknum afla, heldur einnig verulegum auknum verðmætum og í betri nýtni framleiðslutækja sem til staðar eru. En allt voru þetta þó aðeins möguleikar og jafnvel tilgátur, byggðar á niðurstöðum rannsókna og tilraunaveiða í skamman tíma. Því þurfti að kanna þennan fisk- veiðimöguleika mun betur, svara fjölda spurninga eða í fáum orðum sagt, láta reyna á þessa mögu- leika. Um það snerist það verkefni sem nú er lokið, eða þriðji kaflinn í fiskveiðiverkefni ÞSSÍ og sam- starfsaðila á Cabo Verde. Helstu markmið þessa þriðja áfanga tóku mið af forsögunni, það er að segja, af niðurstöðum úr Bjartsverkefninu og fyrsta Fengs- verkefninu. Markmiðin voru þessi helst: Að leggja til grundvallar öllum framkvæmdum ríkjandi aðstæður og möguleika á Cabo Verde. Þetta þýddi, að miðað var við að nýta sem mest aðstöðu, tæki og mann- afla sem til staðar voru á Cabo Verde. Halda fjárfestingu í algjöru lágmarki og haga svo til, að verk- efnið hvetti ekki til hennar. Miðað var við að byrja nánast á þeim punkti sem frá var horfið 1986 og efla fiskveiðar á Cabo Verde skref fyrir skref, án stökkbreytinga. Að koma upp og starfrækja til reynslu, rekstur til að veiða, vinna og selja botnlægan fisk á út- lendum mörkuðum. Hugmyndin var sú, að sá rekstur sem komið væri á fót, þyrfti ekki nauðsynlega að vera varanlegur, heldur vaeri um tilraun að ræða sem væntan- lega leiddi í Ijós á endanum hvaða Fiskimenn á Feng.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.