Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1990, Side 24

Ægir - 01.02.1990, Side 24
ÆGIR 2/90 MEnilEFTUSKEin í notkun um allan heim Nútíma kerfi fyrir stiórnendur Eykur nýtingu um aílt aó 10% Fjárfesting sem borgar sig Höföabakka 9, 112 Reykjavík Sími: 91-686858 Fax: 91-672392 Ef nýtingin ykist um 4%, úr 39% í 43%, verða þetta 199 tonn sl.m.h. eða 235 tonn óslægt sem gerir rúma 18 úthaldsdaga, sem sam- svara nánast heilli veiðiferð, auk þess sem hér er einungis verið að tala um þorsk, samanber mynd 6. Reikni síðan hver fyrir sig hvað þetta þýðir í minni útgerðarkostn- aði og hærri hlut fyrir sjómennina. Það er líka annar kostur við það að taka verðmætin á sem stystum tíma, en hann er sá að þegar skipið er orðið verkefnalaust þá er farið að líta í kringum sig eftir nýjum verkefnum sem væri ekki gert ef þessum 18 dögum er eytt í að veiða fisk sem fer fyrir borð aftur. Nýjar vinnsluvélar Það sem helst er horft til varð- andi nýja vinnslutækni og flökun- arnýtingu er hausun sem skilar stærra hnakkastykki. Til þess þarf nýja gerð aðgerða- véla um borð og hausara sem sker hnakkastykkið á ská. Aðgerða- vélin frá MEKA hefur verið nefnd í þessu sambandi, en hún á að geta blóðgað, slægt og hausað í einu. Aðrar vélar koma einnig til greina t.d. vél frá Baader og Iras. Þá er hausað með svokallaðri saltfiskhausun þar sem klumbu- beinið fylgir með búknum. Einu flökunarvélarnar sem ráða við klumbubeinið eru Baader 184 flökunarvélar. Við þetta ætti flaka- nýting að geta aukist allt að 2% og einnig er hægt að nýta mun stærri hluta af þunnildum i blokk eða marning. Sá galli er hins vegar á B 184 vélinni að hún ræður ekki við stærri fiska. Því verður óhjá- kvæmilega að hafa tvær flökunar- vélar um borð, en það bætir líka flakanýtinguna þar sem minna þarf að breyta stillingum vélanna fyrir mismunandi stærð af fiski.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.