Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 26

Ægir - 01.02.1990, Page 26
78 ÆGIR 2/90 Jón Sveinsson: Staða og framtíbar- viÖhorf í stáliðnaÖi í febrúar 1990 Skipasmíði er undirstöðu- atvinnuvegur og hefur mikla þýð- ingu fyrir útgerðina í landinu auk fjölda annarra sérgreina, sem líða nú fyrir laka stöðu skipaiðnaðar- ins. Mjög vafasamt hlýtur að vera, sé grannt skoðað, að drabba niður umhverfi okkareigin skipaiðnaðar í skjóli þess að við eigum að þiggja niðurgreiðslur frá Evrópu- löndum á meðan þær gefast (V.L. til 1992) og tengja það okkar eigin iðnaðarstefnu. Ég tel fiskiskipa- smíði og annan iðnað tengdan sjávarútvegi vera þann iðnað sem við íslendingar eigum mesta möguleika á að standa okkur vel í gegn samkeppni við önnur Evr- ópulönd, vegna þess hve náin tengsl eru milli hans og útgerðar- innar. Stáliðnaður á íslandi hefur vissa sérstöðu borið saman við nágrannalöndin vegna fámennis og legu landsins fjarri öðrum löndum, bæði kosti og ókosti. TæknivæÖing Evrópa hefur á margan hátt verið vagga tækni og vísinda, á það ekki síst við um Þýskaland þar sem saman fer hugkvæmni, hag- sýni og dugnaður þjóðarinnar. Nálægð Þýskalands við aðrar helstu iðnaðarþjóðir Evrópu leiðir til þess að fátt gerist þar merkilegt án þess að Þjóðverjar fylgist með og tileinki sér það. Ekki má þó í þessu sambandi gera lítið úr hlut annarra, t.d. var það Skotinn James Watt (1 736-1819), sem fann upp gufu- vélina og fékk einkaleyfi fyrir henni 1769. Með henni verða merkileg tímamót í tækniþróun. Iðnvæðing hefst raunverulega með þróun gufuvélarinnar, sem tekur við af seglum að knýja skip, ennfremur vefstóla, spunavélar, vatnsdælur ofl. sem ekki verður talið upp hér. ísland varð afskipt á margan hátt hvað tækni og framfarir varðar á meðan samgöngur voru litlar sem engar við landið. Brautryðjendur Merkilegt verður að teljast hvað nokkur fyrirtæki í stáliðnaði, sem stofnuð voru hér á öndverðri öld- inni, náðu fljótt að þróast til þess að verða vel hæf til að annast ýmis konar smíði og þjónustu við skipaflota okkar og annarra sem veiddu hér við landið. Það grund- vallaðist m.a. á stört'um fárra brautryðjenda. Þeir höfðu notið menntunar í sérgreinum sínum í ýmsum löndum Evrópu, auk þess fluttust hingað nokkrir kunnáttu- menn erlendir sem báru með sér þekkingu er kom sér vel fyrir land og þjóð. Mér kemur fyrst í hug Héðinn hf. og Hamar hf., sem voru snemma öflug fyrirtæki við Faxa- flóa og leystu mörg flókin og vandasöm verk vel af hendi. Eitt þeirra merkilegu fyrirtækja sem ruddu brautina snemma á öldinni er Guðmundur J. Sigurðs- son & Co., vélsmiðja á Þingeyri. Völundurinn Guðmundur J. Sig- urðsson ásamt sínum mönnum hjálpaði mörgum innlendum og erlendum skipum með viðgerðir þegar mikið lá við. Á stríðsárunum þegar varahlutir voru nærri ófáanlegir, þá hannaði og steypti fyrirtækið m.a. marga skipsskrúfuna, stimpla í vélar, stýrisvélar og línuspil auk ýmis- konar tannhjóla í þúsundatali- Elsti rennibekkur fyrirtækisins er frá árinu 1902. Þegar þessar línur eru skrifaðar er verið að renna línuskífu á línuspil í gamla bekknum og gefur gamlinginn ekkert eftir við spóntökuna. Fleiri vélaren þessi rennibekkur hafa verið notaðar þarna síðan fyrirtækið var stofnað og eru enn í fullri notkun. Umhirða þessara tækja er að sjálfsögðu til fyrir- myndar. Engum vafa er undirorpið að tilvera margra þessara alda- mótabrautryðjenda hefur verið mikilvægari en svo að hægt sé að meta það til fjár. Með Bandaríkjamönnum sem komu hingað á stríðsárunum flutt-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.