Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1990, Side 31

Ægir - 01.02.1990, Side 31
2/90 ÆGIR 83 breytingar í einu og kanna gaum- gæfilega afleiðingar allra skrefa á leiðinni. Þróun fiskiskipaflotans 1984-1989 I töflu 2, sést hvernig þróun flot- ans hefur verið á árunum 1984- ^989, hvað varðar fjölda skipa, brúttórúmlestatölu og vélarafl. Auk fes kemur t'ram meðalaldur skip- ar)na, sem segir til um hlut nýsmíða 1 endurnýjun fiskiskipa. Af þessum n^ælikvörðum er vélaraflið senni- lega sá eini sem kemst nærri því að ^^ela raunverulega sóknargetu flotans. Sá mælikvarði er þó óheppilegur að því leyti, að breyt- ingar á olíuverði hafa mikil áhrif á hann. Á tímum lækkandi olíuverðs, eins og á árabilinu 1985-1987, ofmetur mælikvarðinn aukningu sóknargetu, þarsem t.a.m. togveið- ar, sem krefjast mikillar vélarorku, verða hagkvæmari fyrir útgerðina. Einnig verður að taka tillit til auk- innar þarfar fyrir vélarorku í skipum sem fullvinna aflann um borð. Þessi mælikvarði á sóknargetu er þó betri en hann sýnist, þar sem við vélar- skipti eru oft gerðar stórfelldar þreytingar á skipinu og bættur tækjakostur að öðru leyti. Tafla 2. Þróun fiskiskipastóls Vélbátar stærri en 10 brl. Fjöldi Stærð (brl.) Meðalaldur Vélaafl Árslok samtals samtals í árum hestöfl 1983 574 59.127 19.0 275.885 1984 566 58.899 19.8 274.887 1985 562 58.401 20.6 276.850 1986 552 58.547 20.9 279.933 1987 560 61.885 21.1 296.832 1988 564 62.455 20.9 305.421 1989 546 62.200 21.4 304.039 Skuttogarar Fjöldi Stærð (brl.) Meðalaldur Vélaafl Árslok samtals samtals í árum hestöfl 1983 103 49.659 9.2 199.156 1984 107 51.120 9.9 205.411 1985 107 51.163 10.9 204.758 1986 107 51.681 11.9 205.710 1987 108 53.113 12.8 211.065 1988 110 55.200 13.2 218.767 1989 114 55.834 13.0 222.902 Þilfarsbátar minni en 10 brl. Fjöldi Stærð (brl.) Meðalaldur Vélaafl Árslok samtals samtals í árum hestöfl 1983 155 1.031 18.8 10.121 1984 157 1.043 19.3 10.336 1985 157 1.045 19.1 10.704 1986 162 1.089 18.2 11.904 1987 234 1.661 12.7 21.658 1988 282 2.049 11.2 30.956 1989 300 2.224 11.0 35.421 Aukning vélarafls 1984-1989 Á línuriti 1, sést aukning vélarafls hvers einstaks árs og hvernig þróun aukningarinnar er. Lesendur ættu að hafa þrennt í huga þegar þeir skoða þetta línurit og önnur í grein- inni. í fyrsta lagi að allar stærðir í línuritunum eiga við breytingar, ekki stöðu, t.d. þegar línan yfir vélaraflið fellur skarpt árin 1988 og 1989, þá þýðir það að aukning vélarafls þessi árin fari minnkandi, en samt sem áður eykst vélarafl flotans. í öðru lagi að allar tölur, eða hornpunktar línuritanna, miðast við lok hvers árs. T.d. aukning vélarafls um rúmlega 22 þúsund hestöfl fyrir ofan árið '87, gefur til kynna aukningu vélarafls á tíma- bilinu 1.1-31.12, 1987. Þriðja atriðið er, að ákvörðun um aukn- ingu vélarafls, stækkun eða ný- smíði skips, er gerð töluverðum tíma áður en hún kemur fram í skráningu í skipaskrá Fiskifélags- ins, sem er grunnur að þessum línuritum. Þannig virðist óhætt að telja, að breytingar sem koma fram í línuritum í þessari grein, séu afleiðingar ákvörðunar, sem tekin hefur verið einu til tveimur árum áður. Mest áberandi í línuriti 1, er sú uppsveifla sem á sér stað á árinu 1987 og heldur að nokkru áfram á árinu 1988. Það hefur verið rakið áður í Ægi, að helsta ástæða mikilla fjárfestinga í fiskiskipum á árunum 1987-1988 og að nokkru leyti á árinu 1986, eigi rætur að rekja til breytinga sem gerðar voru á lögum um stjórn fiskveiða um áramótin 1985/1986. Lögin voru rammi útgerðar á árunum 1986- 1987, en vegna þess tíma sem líður frá því ákvörðun um fjárfest- ingu er tekin, þar til fjárfestingin raungerist í nýju fiskiskipi eða í endurþótum á skipi, þá kemur þessi sveifla fram, að mestu leyti, einu til tveimur árum seinna. Þó, skal tekið fram, að vöxtur flota

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.