Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1990, Side 32

Ægir - 01.02.1990, Side 32
84 ÆGIR 2/90 írystiskipa er mestur á þessum árum, en sú aukning á einungis að hluta rætur að rekja til fyrrnefndrar lagabreytingar. Fjölgun skipa 1984-1989 Fjölgun skipa í fiskveiði- flotanum er sýnd á línuriti 2. Hér er sú undantekning gerð að sýna einnig báta 10 brl. í dag er venja að skipta veiðiflotanum í þrjá stærðarflokka, þó mörk séu óljós milli flokka. Mest áberandi á árabilinu 1984- 1989, er mikil fjölgun þilfarsbáta minni en 10 brúttórúmlestir. Þessi flokkur skipa var eins og lesendur Ægis vita, minna bundinn af reglum kvótakerfisins, en stærri skipin. Mönnum var þarna opin leið að ódýrari kvóta. Að sjálf- sögðu nýttu menn sér þessa leið og afleiðingin var fjölgun minni þilfarsbáta, um tæplega 94%, úr 155 bátum árið 1983 í 300 í árslok 1989. Fjölgunin átti sér að mestu stað á árunum 1986-1989. Eins og sést á línuriti 2, fjölgaði þilfars- bátum minni en 10 brl mest á árinu 1987, um 72 báta. Síðan hefur dregið úr aukningu smábáta- flotans, enda er búið að setja reglur, sem takmarka fjölgun þess- ara báta. Sú takmörkun ásamt háum raunvöxtum á fjármagni, hefur slegið á vöxt flota þilfarsbáta 10 brl. og minni. Á línuriti 2, er einnig að finna breytingar á fjölda skuttogara og báta stærri en 10 brúttórúmlestir. Varðandi fjölgun togara á árunum 1984-1989, þá er þar um sýndar- vöxt að ræða. Skip hafa færst milli flokka, svokölluð raðsmíðaskip voru í fyrstu skráð sem bátar, en síðar færð inn sem togarar. Rétt er einnig að geta þess, að vegna þess hve reglur um kvótann hafa verið til skamms tíma í senn, þá hafa útgerðarmenn hikað við að afskrá skip af ótta við að tapa einhverjum réttindum við næstu lagasetningu. Afleiðingar skamms gildistíma lag- anna hafa verið þær, að ætíð eru inni á skipaskránni nokkrir togara, sem í raun er búið að leggja. Ef undan eru skilin raðsmíða- skipin, sem sérstakar reglur giltu um, hefur fjöldi virkra togara staðið í stað á kvótaárunum. Hinsvegar hefur bátum stærri en 10 brúttó- rúmlestir fækkað um tuttugu og átta, þar af um átján á síðastliðnu ári. Einnig er töluverður fjöldi báta og jafnvel togara inni á skipaskrá, sem ætlunin er að úrelda, en bíða einungis samþykktar alþingis á nýjum kvótalögum. Aukning brúttólestatölu fiskiskipa >10 brl 1984-1989 Þrátt fyrir að fiskiskipum sem fallið hafa undir reglur kvótakerfis- Línurit 1 Vöxtur vélarafls íslenskra fiskiskipa Fiskiskip > 10 brl. Þúsund hestöfl

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.