Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 33

Ægir - 01.02.1990, Page 33
2/90 ÆGIR 85 jns hafi fækkað á kvótaárunum, þá 1efur rúmlestatala flotans aukist um 8.5% á tímahilinu. Sjá má af ínuriti 3, að stærstur hluti aukn- ingarinnar á sér stað á árunum 1c387 og 1988, eða rúmlega 80% aukningu flotans í rúmlestum talið. Ahrif nýrra laga um stjórn fisk- veiða fyrir tímabilið 1988-1990, nafa ekki látið á sér standa. Ekki eGr einungis dregið úr nýsmíð- nm/ heldur er fiskiskipaflotinn Pegar farinn að dragast saman. Sá veiðifloti sem var að veiðum árið ^89, var minni að rúmlestatölu, sá sem var að veiðum árið 588. Eins og fyrr hefur verið net'nt, hefur undirritaður heimildir Vdr, að einungis sé beðið eftir að vasntanleg ótímabundin lög um st)órn fiskveiða verði samþykkt á a Pingi, þá verða úrelt skip að minnsta kosti á annað þúsund rúttórúmlestir. Ef að auki eru nurnin úr gildi lög um takmarkanir ^.! smíði nýrra fiskiskipa, mun o uvert afskráð af skipum til við- botar. Nokkurt áhyggjuefni er hve ntgerðarmenn leitast við að sækja a ystu mörkum leyfilegrar stærð- knýjandi nauðsyn til þess sé sjáan- leg. Þegar útgerðarmaður sér ástæðu til að endurnýja skip, þá virðist eðlilegt að hann hafi skipið ívið minna en eldra skipið, vegna þess að jafnaði ráða ný skip yfir meiri veiðigetu, en eldri skip af sömu stærð. Ef útgerðarmaðurinn velur hinsvegar að auka veiðigetu skipsins, þá verður hann um leið að verða sér úti um meiri kvóta. Hér er að sjálfsögðu ekki átt við hvern einstakan útgerðarmann á íslandi, en að jafnaði á það við, að útgerðin ræður yfir meiri veiðigetu en þarf til að veiða útgefna kvóta. Kvótalögin fyrir árin 1986 og 1987, voru þannig úr garði gerð frá alþingi, að það grundvallar- atriði kvótakerfisins, að innihalda hvata til samræmingar afkastagetu veiðiflotans og fiskstofnanna, var ekki uppfyllt. Sá möguleiki sem í lögunum var fólginn, að hægt var að sækja að hærra aflamarki, er sennileg skýring á eftirsókn eftir stærri skipum en þurfti til að taka þann kvóta sem fyrir hendi var. Með núverandi lögum hefurbreyt- ing orðið á, eins og fyrr var nefnt, og greinileg þróun hefur orðið í þá átt, að draga saman afkastagetu í lokin á þessu yfirliti um þróun brúttórúmlestatölu skipa, er rétt að geta þess að fækkun dauðaslysa til sjós á síðustu áratugum á vafalaust rætur að rekja til stærri og betri skipa og fullkomnari öryggistækja. Vegna krafna um meira öryggi sjó- manna og betri aðbúnað áhafnar, mun sú flotastærð sem heppileg þykir hverju sinni, m.t.t. afrakst- ursgetu fiskstofnanna, verða stærri með hverju árinu sem líður. Sú fáránlega vitleysa, sem oft hefur verið sett fram, að hægt sé að marka heppilega stærð veiðiflota við ákveðinn fjármagnsstuðul eða fasta brúttólestatölu, er út í hött. Þrátt fyrir að sá veiðifloti sem var til staðar á Islandsmiðum fyrir tut- tugu árum hafi verið nægilega stór til að ná jafnmiklum afla og nú veiðist, þá er ekki þar með sagt að veiðiflotinn frá 1969 væri heppi- legur í dag. Taka verður tillit til þess, að sjómaður á íslenska fiski- skipaflotanum skilar tvöfalt meira aflaverðmæti á land á árinu 1989, en hann gerði 1973. Að hluta er aukin framleiðni sjómanna að þakka meiri fjárfestingu í veiði- skipunum, eða eins og hagfræðin skýrir það, að það hefur verið útgerðinni hagkvæmara að fjár- festa í skipum, en auka hlut sjó- manna. Fjárfesting í iiskiskipum 1984-1989 og spá fyrir 1990 Þjóðhagsstofnun hefur um nokk- urt árabil gefið út vísitölur um þjóð- arauðsmat fiskiskipa og aflatekjur fiskveiðiflotans á föstu verðlagi. Á línuriti 4, eru vísitölur Þjóðhags- stofnunar settar fram með árið 1973 sem grunnár, ásamt spá undirritaðs fyrir árið 1990. Árið 1973 er valið sem grunnár, þar sem það var fyrsta árið sem Islendingum var mögulegt að stjórna fiskveiðum að nokkru marki. Útfærsla landhelginnar árið 1972, skapaði nauðsynleg skilyrði til stjórnar fiskveiða, þó ekki væri nyrra skipa, án þess að nokkur flotans. Línurit 3 Vöxtur íslenska veiðiflotans Fiskiskip > 10 brl.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.