Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Síða 40

Ægir - 01.02.1990, Síða 40
92 ÆGIR 2/90 Undir aðalþilfari er skipinu skipt með fjórum vatns- þéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan- frá: Stafnhylki, íbúðir, fiskilest, vélarúm, og aftast skuthylki (stýrisvélarrúm). Fremst í fiskilest eru há- geymar í síðum fyrir ferskvatn og aftast í fiskilest og fremst í vélarúmi eru hágeymar fyrir brennsluolíu. Fremst á aðalþilfari er lokað rými, þar sem er geymsla fremst og íbúðir aftantil, ásamt klefa fyrir línu- og netadrátt með síðulúgu s.b.-megin. Aftan við hvalbaksrými er togþilfarið með toggálga og skor- steinshúsum (sambyggt) aftantil. Hvalbaksþilfar er heilt frá stefni aftur að miðju. Stýrishús úr áli er aftan- til á hvalbaksþilfari og í afturkannti þess er mastur með bómu, sem jafnmframt er ratsjár- og Ijósamast- ur. Vélabúnadur: Aðalvél skipsins er Caterpillar, átta strokka fjór- gengisvél með forþjöppu og eftirkælingu. Vélin teng- ist niðurfærslugír frá Twin Disc og skrúfubúnaði með föstum skurði frá Teignbridge Propellers Ltd. Tæknilegar upplýsingar (aöalvél með skrúfubúnaði): Gerð vélar 3408 DITA Afköst 300 KW við 1800 sn/mín Gerð niðurfærslugírs MG 514 Niöurgírun 4.5:1 Gerð skrúfu Kapland Blaðafjöldi skrúfu 4 Þvermál 1372 mm Skurðarhlutfall 0.889 Snúningshraði 400 sn/mín Skrúfuhringur Stýrishringur Við fremra aflúttak aðalvélar er beintengd um kúpl- ingu ein vökvaþrýstidæla fyrir vindur. Dælan er frá Denison af gerð T5SED-035-035 og skilar um 214 I/ mín við 1000 sn/mín og 210 bar þrýsting. Aðalvél knýr jafnframt einn jafnstraumsrafal frá Alternator h.f., 7.7 KW, 24 V. Hjálparvél er frá Lister af gerð TS209, 2ja strokka 9.3 KW við 1500 sn/mín. Við vélina er jafnstraums- rafall frá Alternator h.f., 7.7 KW, 24 V. JOKULL SK 33 Óskum áhöfn og útgerð innilega til hamingju með nýja skipið.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.