Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 66

Ægir - 01.02.1990, Page 66
2 ÆGIR KVÓTINN '90 marksskipa eru: Þorskur 98.656 tonn, karfi 67.703 tonn og grálúða 23.944 tonn. Loks geta lesendur séð í töflu 2, hvernig val milli afla- og sóknarmarks hefur þróast á kvótaárunum. Rétt er að hafa í huga að reglur um sóknarmark hafa tekið miklum breytingum á þessum tíma. Árið 1984 voru val- möguleikarnir þrír, það er að segja: Aflamark, meðalaflamark og sóknarmark. í töflu 2, er með- alaflamark og sóknarmark lögð að jöfnu. Við lauslega athugun á breyt- ingum frá áramótum 1988/1989 á þorskaflahámarki togara sem eru á aflamarki, kemur í Ijós að ekki hafa orðið umtalsverðar breyt- ingar á aflamarki þeirra. Þannig að áhyggjur af miklum flutningi kvóta frá bátum yfir á togara virðast ástæðulitlar. Útgefin veiðileyfi á þorsk hafa verið skert um 10% frá fyrra ári og að teknu tilliti til þeirrar skerðingar virðast afla- markstogarar hfa bætt lítillega við sig aflamarki. T.a.m. aflaskipið Guðbjörg ÍS 46, virðist einungis hafa keypt 145 tonna kvóta af þorski, en Guðbjörgin er eins og venjulega með hæst aflamark íslenskra skipa. Sömuleiðis, Örvar HU 21, sem er fyrsti frystitogarinn og um leið það íslenskt fiskiskip sem lagt hefur á land mestu afla- verðmætin á síðastliðnum áruni, virðist einungis hafa aukið þorsk- kvóta sinn um 130 tonn á árinu 1989. Akureyrin EA 10 aflahæsti togarinn á síðustu árum virðist einungis hafa aukiö kvóta sinn at þorski um 110 tonn. Skip þau sem hér hafa verið talin upp, eru undantekningar t’rá reglunni. Flestir togarar á aflamarki hafa ekki aukið kvóta sinn, raunar finn- ast togarar í skránni sem kvótar hafa verið t’lutlir af í talsveröum mæli. í heild er aukning kvóta togaranna töluvert innan við fimm hundruð tonn af þorski og hefur þá verið tekið tillit til skerðingar aflamarks í þorski rnili ára. Tafla 1 Grunnaflamark útgerdaflokka 1990 Nafn flokks Fjöldi skipa í flokk Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúöa Þorskígildi Rækja ísfisktogarar 84 81.926 19.422 32.399 55.785 18.436 167.498 676 Frystitogarar 23 23.871 4.872 8.665 19.291 7.580 50.808 444 Raðsmíðaskip 5 1.103 80 65 23 0 1.247 2.600 Bátar án sérveiðiheimilda 230 40.157 9.031 7.309 1.340 967 56.480 14.381 Bátar án sérveiðiheimilda 20 5.880 5.356 3.108 1.310 240 14.880 703 Síldarbátar 69 24.865 5.557 12.662 1.188 383 39.505 3.508 Humarbátar 58 10.487 4.312 3.875 886 18 18.277 340 Humar- og síldarbátar 11 2.703 530 1.098 95 1 3.998 138 Rækjubátar 1 1 1.485 509 93 8 0 2.146 1 Rækjubátar á Arnartiröi 6 286 19 5 0 0 312 0 Rækjub. á ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og á Skagafirði 49 2.843 227 50 11 25 511 3.167 Skelbátar 22 4.058 567 286 126 5 4.962 930 Loðnubátar 45 4.672 406 391 107 15 5.443 6.056^ Alls: 633 204.336 50.888 70.006 80.170 27.670 368.723 21.753 Tafla 2 Val aflamarks og sóknarmarks 1984- 1990 Veiöileyfi 1984 1985 1986 1987 1988 1989 199(1 Sóknarmark 102 185 365 347 237 222 226 Aflamark 575 483 298 312 422 436 407 Samtals 677 668 663 659 659 658 633

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.