Ægir - 01.09.1992, Qupperneq 8
448
ÆGIR
9/92
kafandi í sjónum til aó afla fæöu. Hins vegar kæpa
þeir, fara úr hárum og hvílast á hafís eða landi.
Dæmigerð hegðun sela er að hvílast um stund, en
halda síðan á miðin í ætisleit. Eftir að hafa fullnægt
þörfum sínum halda þeir aftur til lands, oft til sama
staðar og þeir hvíldust á áður. Slíkar ferðir geta tekið
nokkra daga, en oft er um daglegar feróir að ræða.
Þá fara selirnir til að afla fæðu í Ijósaskiptunum á
kvöldin, eru úti um nóttina og fram á morgun, en
koma að landi snemma dags til þess að hvílast.
Rannsóknir á fæðu sela hafa leitt í Ijós að þeir eru
að mestu fiskætur og rándýr á efsta þrepi fæðuvefs
hafsins. Fæðan er að miklu leyti ránfiskar sem sjálfir
lifa á fiski (7. mynd). Aðeins rostungar og kampselir
nærast svo til eingöngu á hryggleysingjum. Selir éta
oft þá fisktegund sem er í mestu magni á hverjum
stað og tíma. Strandselir, eins og landselur, hringa-
nóri og útselur, éta grunnsævis-fisktegundir, eins og
smáþorsk, síli og smávaxna flatfiska. Úthafsselir, eins
og vöðuselir, éta aðallega loðnu langt á hafi úti yfir
miklu dýpi.
Samkeppni sela við fiskveiðar
Tafla 1 sýnir áætlun höfundar á fæðuþörf sela-
stofna í Norður-Atlantshafi. Vöðuselir og hringanórar
taka mest, enda eru stofnar þeirra stærstir. Þá konií1
blöðruselirnir. Alls nemur neysla selanna um Ú/5
milljónum tonna, eða næstum jafn miklu og heildar-
afla allra fiskveiðiþjóða á þessu hafsvæði árió 1988-
Raunveruleg áhrif neyslu sela á veiðarnar er erfið'
ara að áætla. Selirnir eru annað hvort beint eða
beint í samkeppni við fiskveiðarnar. Beint með þvl
að éta sörnu stærðir af fiski og veiddar eru og óbeiH
með því að éta smáfiskinn, nýliðana, sem y*u
yrðu stórir og yrðu veiðanlegir fyrir fiskveiðifIotann
þegar frani liðu stundir.
Hvað þorsk varðar eru áhrif neyslu selanna óbein-
Selirnir og fiskveiðarnar keppa um hann óbeint. Se
irnir éta smærri þorsk en veiddur er. Fjölgun sela
þar með aukið afrán á smáþorski, fækkar nýliðum
dregur úr mögulegum þorskafla.
Fækkun sela mundi auka þorskaflann að gefnul11
ákveðnum forsendum, þ.e.a.s. ef smáhveli og stón|
ránfiskar mundu ekki nýta sér þetta og auka þorsk/
sitt. Líklega eru það tannhvalir eins og hnísa, I111
hyrningur og ýmsir höfrungar sem eru í mestri sam
keppni við selina um fæðu.
Áætlað hefur verið að auka mætti þorskkvótauj1
um 12-20% á íslandsmiðum með því að fækka se^
um um helming. Samtals nani möguleg aflaaukniuS