Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1992, Síða 24

Ægir - 01.09.1992, Síða 24
464 ÆGIR 9/92 stakra veiðarfæra og skipagerða leiða til hlutfallslegrar aukinnar hagkvæmni þeirra og þ.a.l. vax- andi hlutfalls í afla. Það er aug- Ijóst aó ef tekst að byggja þorsk- stofninn verulega upp með því að takmarka sókn afkastamesta veiði- flotans þá verður þeim auðvelt aó ná uppgripaafla sem veiða frjálst eða njóta rýmri skilyrða til veiða. Afleiðingar þessa verða meiri og harðari deilur innan sjávarútvegs- ins en þekkst hafa um árabil. Undirritaður hefur áður lagt til að þeim sem stundað hafa línuveiðar verði úthlutað sem aflamarki þeirri aflatvöföldun sem hlutað- eigandi aðilar hafa náð undanfar- in ár og línuundanþágan aflögð. Sömuleióis hefur margoft verið bent á í Ægi að engar undanþágur til einstakra skipageróa frá afla- markskerfinu gangi til lengdar. Á þessum atriðum hefur skort skiln- ing hjá þeim sem undanþáganna hafa notið. Sá skilningur hefur alltént ekki komið fram aó t.a.m. ef línutvöfölduninni veróur haldið við vaxandi þorskstofn, þá tapa þeir afla sem fram að þessu hafa nýtt sér línutvöföldunina. Þó hag- kvæmni línuveióa aukist vegna tvöföldunarinnar er ekki þar með sagt að hagur þeirra batni sem þegar stunda veiðar meö línu. bvert á móti mun afkoma þeirra versna vegna stórfelldrar ásóknar nýrra aðila og þegar allur íslenski veióiflotinn nýtir sér undanskot línuafla frá aflamarki verður auka- hagkvæmni línuveiðanna að sjálf- sögðu engin. Fjölstofnalíkön Nú hefur og verið tekin stefna að stjórn fiskveiða þar sem aflatil- lögur verða geróar á grundvelli svokallaðra fjölstofnalíkana. Hingað til hafa aflatillögur fiski- fræðinga byggst á einstofnalíkön- um, þ.e.a.s. fylgst hefur verið með vexti og viðgangi hvers einstaks nytjastofns og stjórnvöldum ráð- lagt hver afli hverrar tegundar megi vera að fengnu mati á stæró og aldurssamsetningu. í fjöl- stofnalíkönum fiskifræðinnar er athugunum beint að fæóutengsl- um fiskstofnanna, bæði að þvf er varðar samkeppni þeirra um fæðu og bein fæðutengsl. Hér er því á ferðinni byltingarkennd breyting á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. I stað þess að skára akurinn jafnt þá verða bestu öxin valin og ill- gresi eytt. (Tillögugerð á fjöl- stofnagrunni er þó ekki alger nýj- ung hér á landi. Að einhverju leyti hefur verið tekið tillit til loönuáts þorsksins við ákvörðun aflamarks á loðnu.) Hver á að fá hvað? Efni þessarar greinar er umfjöll- un um núverandi og fyrirsjáanleg vandamál við stjórn fiskveiða. Augljóslega munu aflati I lögur fiskifræðinga sem byggjast á sam- spili fiskstofna valda deilum. Hlutdeild einstakra útgerða í afla- marki er ákveðin eftir fisktegund- um og er misjöfn. Sumir búa við að hafa einungis aflamark a loðnu, en aðrir hafa aðeins rækju o.s.frv. Af þessu leióir að grunn- gerð fjölstofnalíkana fiskifræöing3 getur haft afgerandi. áhrif á arð- semi einstakra veiða. Ef t.a.m- fæst sú ólíklega nióurstaóa út ur fjölstofnarannsóknum að með þvl að draga saman loðnuveiðar um helming megi auka afrakstut þorskstofnsins um þrefaldar þmr aflatekjur sem tapast í loðnu, þa skapast af ákvörðun um samdrátt loðnuafla vandamál hvernig handhöfum loðnuaflamarks verd- ur bætt skerðing veiðiheimilda. Rétt er að hafa í huga að sl' breytileg verðhlutföll sjávarafurða auka enn sveigjanleika fjölstotna- aflatillagna. Fjölstofnalíkan leiðir því til miklu fleiri möguleika a samsetningu heildarafla og þ-a' ' erfiðari ákvarðanatöku kjörinna stjórnenda, sem taka endanlegar ákvarðanir um afla einstakra teg unda. Sveigjanleiki aflatillagna byggðra á fjölstofnalíkönum ver ur líklega svo auðsær aó pólítis' ur ágreiningur um aflamark hve|S árs verður meiri en stjórnmála Úthlutun aflamarks í þorskígildum . í þessu blaði hefur ítrekað verK lagt til að vandamál vegna sto n stærðarsveiflna einstakra fiskteg^ unda verði leyst með úthlutun allra veiða í þorskígildum, e samtímis verði veiðar einsta skipa áfram háðar veiðileytunl|, Með úthlutun aflamarks ^ þorskígildum er einnig hægt leysa vandamál vegna hugsal^ legra hagsmunaárekstra Þe^_ aflatillögur verða geröar á 8rLII1f(t velli fjölstot'narannsókna, þð 1 sé vafalaust rétt að víðtækar a a tillögur á grundvelli fjölstofna ' , ana koma vart til álita fyrr en fyrsta lagi eftir áratug eöa svo-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.