Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1992, Síða 26

Ægir - 01.09.1992, Síða 26
466 ÆGIR 9/92 Sóknarstýring Innan sjávarútvegsins á sóknar- stýringin nokkru fylgi að fagna. Vafalaust vegna þess að þar er fetað inn á troðnar slóðir. Öllum má þó vera Ijóst að sá troðningur var illfær og fyrirsjáanlegt að hann var ófær ef lengra hefði ver- ið haldið. Síðustu mánuðina hafa samt komið fram uppástungur um upptöku veiðistjórnar í formi stýr- ingu sóknar og að tilraun skuli gerð með sóknarstýringu við að- stæður þar sem engir möguleikar eru á að beina veiðiflotanum í vannýtta fiskistofna. Skrapdagatil- raunin skal því endurtekin með ennþá meiri takmörkunum á end- urnýjun skipa en áður. í grein í 9. tbl. Ægis 1989, „Al- mennar reglur við stjórn fisk- veiða", var fjallað ítarlega um möguleika til að stjórna fiskveið- um með sóknartakmörkunum samfara fjárfestingahöftum og komist að þeirri niðurstöðu að sóknarstýring með fjárfestinga- marki væri mun lakari kostur en þágildandi aflamarkskerfi. har var m.a. bent á atriði sem nokkuð hefur verið til umræðu upp á síðkastið að verðgildi aflamarks- ins flyttist yfir á skipin (sóknar- getu), en leiddar að því líkur að verðgildi skipanna minnkaði við slíka stjórn fiskveiða andstætt við verðgildi aflamarksins sem mun vaxa við þá aðferð sem notuð hefur verið við stjórn fiskveiða. Þetta þýðir einfaldlega að eiginfé sjávarútvegsfyrirtækja mun rýrna við sóknarstýringu vegna aukins kostnaðar við veiðarnar. Regiur um endurnýjun fiskískipa Arið 1989 voru reglur um end- urnýjun fiskiskipa ekki svo mjög í umræðunni sem nú og þessvegna lítið fjallað um þær í fyrrnefndri grein. Undanfarin ár hafa veriö i gildi reglur um endurnýjun fiski- skipa, þar sem í fyrstu voru hörnl- ur á stækkun flotans, en reglurnar voru hertar og nú gildir að þega' skip eru endurnýjuð þá rna rúmtala nýs skips ekki vera meiri en rúmtala skipa sem úrelt eru a móti. Reglur sem hefta þróun fiski- skipaflota þegar hann veiðir undii' aflamarki eru einskis virði fra sjónarmiði þjóðhagslegrar hag' kvæmni og verða helst til að að- búnaður og öryggi sjómanna versna. Það getur vart farið saman að nota aðferð til aó stjórna fisk' veiðum sem nothæf er vegna innri afla stjórnkerfisins sem koma í veg fyrir offjárfestingu 1 fiskveiðum og vera samtímis mer reglur sem takmarka endurnýju11 fiskiskipa. Myndun eignarréttar a hlutdeild í aflamarki var til Þes5 gerð að handhafar eignarréttarins Það er gríðarlegur munur á aðstöðu og aðbúnaði áhafna á nýjum togara og vertíðarbáti sjöunda áratugarins•

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.