Ægir - 01.09.1992, Qupperneq 52
492
ÆGIR
9/92
Á niðurfærslugír er eitt aflúttak (1:2.423), sem við
tengist Stamford MHC 734 H riðstraumsrafall, 1760
KW (2200 KVA), 3 x440 V, 60 Hz, 1800 sn/mín.
í skipinu eru tvær hjálparvélar, önnur í vélarúmi
og hin í hjálparvélarrými á milliþilfari. Vélarnar eru
frá Caterpillar af gerð 3508 DITA, átta strokka fjór-
gengisvélar með forþjöppu og eftirkælingu, 760 KW
(1033 hö) við 1800 sn/mín. Hvor vél knýr Stamford
MHC 634 J2 riðstraumsrafal, 720 KW (900 KVA) 3 x
440V, 60 Hz.
Fyrir upphitun íbúða og til hitunar á svartolíu o. fl.
er afgasketil I frá A. Halvorsen (Parat), afköst
500.000 kcal/klst, með olíubrennara, afköst 350.000
kcal/klst, og 2 x 10 KW rafelementum.
Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord,
gerð 1-12M240/2GM425, snúningsvægi 12 tm, og
tengist Becker-stýri af gerð HAM 220083/1.
Skilvindur eru frá Alfa Laval, fjórar talsins: ein'
MBA 104B fyrir gasolíu, tvær MMPX 304 fyrir
svartolíukerfið og ein LOPX fyrir smurolíukerfiö.
Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Sperre af gerð HL2/90,
afköst 38 m3/klst við 30 bar þrýsting hvor, en auk
þess er ein Atlas Copco GA11 vinnuloftsþjappa. Fyr-
ir vélarúm og loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir þlás-
arar frá A/S Miljo-Teknikk (MPV 700 A1K), afköst
25000 m3/klst hvor, og fyrir hjálparvélarrými er blás-
Úr vélarúmi skipsins.
ari (MPV 400 AIK) frá sama framleiðanda, afköst
5000 m3/klst.
Rafkerfi skipsins er 3 x 440V, 60 Hz fyrir mótot‘3
og stærri notendur, og 220 V, 60 Hz fyrir lýsingu og
til almennra nota í vistarverum. Fyrir 220 V ker i
eru tveir 61 KVA spennar, 440/220 V. Hjálpa've
arafala er unnt að samkeyra og skammtíma sarnfö5
un er milli aðavélarrafals og hjálparvélarafala. I s^fö
inu eru tvær 125A, 3 x 380V landtengingar.
í skipinu er austurskilja frá RWO Skits, gerð S-1
Óskum eigendum og áhöfn Vigra RE-71 til hamingju
með skipið sem er búið ALFA LAVAL skilvindu og sjóeimara
SINDRI
BORGARTÚNI 31 • PÓSTHÓLF 880 ■ 121 REYKJAVÍK • SÍMI 62 72 22