Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Blaðsíða 24
18 Timarit lögfræZinga aða konungsríkis á alþjóðalögum, svo sem þau eru skýrð í liðunum 3 til 11. Efni liðanna 3 til 11 virðist vera heild kennisetninga, sem settar eru fram sem skýrgreiningar, meginreglur og aðrar reglur og miða að því að réttlæta vissar staðhæf- ingar, en hafa ekki að geyma nákvæma og beina kröfu- gerð. Þar sem ágreiningsefnið er alveg tiltekið, getur dóm- urinn ekki tekið til greina tillögu þá, sem fyrirsvarsmaður Hins sameinaða konungsríkis bar fram á dómþingi hinn 1. október 1951, þess efnis að rétturinn kveði að þessu sinni upp dóm, sem einskorði ákvæði sín við skýrgrein- ingar þær, meginreglur og aðrar reglur, sem settar hafa verið fram, en tillögu þessari var raunar andæft af fyrir- svarsmanni norsku ríkisstjórnarinnar á dómþingi 5. októ- ber 1951. Þetta eru atriði, sem komið gætu til álita sem ástæður fyrir dómi, en verða ekki gerðar að dómsorði. Af þessu leiðir enn, að atriði þessi verða jafnvel í þessum skilningi einungis tekin til greina, að svo miklu leyti sem þau virðast skipta máli, er leysa skal úr hinu eina ágrein- ingsefni, nefnilega því, hvort markalínur þær, sem kveðið var á um með úrskurðinum frá 1935, séu gildar eða ekki gildar að alþjóðalögum. 1 14. lið er krafizt dóms um meginreglur þær, sem varða skyldu Noregs til að greiða Hinu sameinaða konungsríki skaðabætur vegna sérhverrar töku brezkra fiskiskipa frá 16. september 1948 að telja á sjávarsvæðum, sem verða talin úthaf. Þetta atriði þarf ekki að taka til meðferðar, þar sem aðiljar hafa orðið ásáttir um að fresta úrlausn þess þangað til siðar, ef til þess kemur. Hið sameinaða konungsríki telur grundvöll kröfu sinnar vera almenn alþjóðalög, er taki til afmörkunar á fiski- veiðasvæði Noregs. Norska ríkisstjórnin neitar ekki tilvist reglna í alþjóða- lögum, sem ákvörðun markalínunnar fari eftir. Hún stað- hæfir, að kennisetningar þær, sem Hið sameinaða kon- ungsríki hefur orðað og tekið upp í „niðurstöður" sínar, hafi ekki það gildi, sem sú ríkisstjórn vill vera láta. Hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.