Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 30
24 Tívmril lögfrm&inga „Söguleg vötn“ eru venjulega nefnd þau vötn, sem farið er með sem innsævi og vötn, en væru það ekki, ef ekki væri sögulegri heimild til að dreifa. Ríkisstjórn Hins samein- aða konungsríkis vísar til hugmyndarinnar um sögulegan rétt, bæði að því er varðar landhelgi og innsævi og vötn, enda telur hún slíka heimildatöku í báðum tilvikum sem frávik frá almennum alþjóðalögum. Samkvæmt skoðun hennar getur Noregur réttlætt það, að þessi svæði séu landhelgi eða innsævi, á þeim grundvelli, að hann hafi farið þar með nauðsynleg yfirráð um langt skeið án mótstöðu annara ríkja, einskonar posscftsio lonyi temporis (vörzlur um langan tíma) með þeim afleiðingum, að viðurkenna verður nú umráðarétt þenna, enda þótt í honum felist frá- vik frá gildandi reglum. Drottinvald Noregs yfir þessum sjávarsvæðum væri undantekning, söguleg heimild rétt- lætti aðstöðu, sem annars mundi fara í bág við alþjóðalög. Svo scm sagt hefur vcrið, viðurkennir ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis, að Noregur eigi rétt á því, að honum séu talin á sögulegum grundvelli sem innsævi og vötn allir firðir og sund, scm komi undir hugtakið fjörð að alþjóðalögum, hvort sem lokunarlina vogskorningsins er meira eða minna en tíu sjómílur að lengd. En ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis viðurkennir þetta aðeins á grundvelli söguiegrar heimildar. Það verður því við það að miða, að sú ríkisstjórn hafi ekki horfið frá þeirri staðhæf- ingu, að tíu rnílna regluna beri að skoða sem alþjóðalög. Þar sem svo stendur á, telur dómurinn nauðsynlegt að taka fram : Þó að tiltekin ríki hafi tekið upp tiu mílna regl- una bæði í innanlandslögum sínum og í milliríkjasamning- um og samþykktum og þó að reglu þessari hafi verið beitt milli þessara ríkja í ýmsum gerðardómum, hafa önnur ríki tekið upp önnur mörk. Tíu mílna reglan hefur þess vegna ekki öðlazt gildi almennrar reglu alþjóðalaga. Að minnsta kosti virðist tíu mílna reglunni ekki verða beitt gegn Noregi, þar sem hann hefur alltaf hamlað gegn því, að henni yrði beitt við norsku ströndina. Athugaefni dómsins verður nú lengd grunnlína, sem

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.