Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 31
Htutf/dóniurinn i fiskvcifiuviáli Drctlanda o(j Norcf/s 25 dregnar eru þvert yfir s.iávarsvæði, cr liggja milli hinna ýmsu eymyndana í skerjagarðinum. Ríkisstjórn Hins sam- einaða konungsríkis beitir fyrir sig lögjöfnun frá hinni ætluðu almennu tíu mílna reglu um firði og fullyrðir enn, að lengd hinna beinu lína megi ekki fara fram úr tíu mílum. Framkvæmd ríkja í þessu efni réttlætir ekki orðun neinnar almennrar lagareglu. Tilraunir, sem gerðar hafa verið til að láta eyjaklasa og eyjahöf með ströndum fram sæta svipaðri meðferö og höfð er um takmarkanir varðandi firði (fjarlægð milli eyja fari ekki fram úr tvöfaldri breidd landhelginnar, eða tíu eða tólf sjómílum), hafa ekki komizt iengra en á tillögustigið. Þegar því hins vegar er alveg sleppt, hvort takmarka eigi Hnurnar við tíu mílur, má hugsa sér ýmis konar línur. 1 slíkum tilvikum virðist strandríldð hafa bezta aðstöðu til að meta staðarlegar aðstæður, sem valið cr reist á. Dómurinn getur ekki fallizt á þá skoðun ríkisstjórnar Hins sameinaða konungsiúkis, að „Noregur krefjist nú, að því er varðar grunnlínur, viðurkenningar á afbrigðilegu kerfi". Sér Jómurinn, svo sem síðar mun sýnt verða, ekki annað en að hér hafi verið beitt almennum alþjóðalögum í sérstöku tilviki. Niðurstöður Hins sameinaða konungsríkis í liðunum 5 og 9 til 11 varða sjávarsvæði, sem eru milli grunnlínanna og norska meginlandsins. Þess er þar farið á leit, að dómur- inn kveði svo á, að þessi sjávarsvæði teljist norsk á sögu- iegum grundvelli, en að greint sé á milli tvennskonar svæða, landhelgi og innsævis og vatna, í samræmi við tvö sjónar- mið, sem í niðurstöðum þessurn eru talin hafa góða stoð í alþjóðalögum. Sjávarsvæði, sem koma undir hugtakið fjörð, skuli talin innsævi, sjávarsvæði, sem eru í eðli sínu sund í lagaskilningi, skuli talin landhelgi. Svo sem Hið sameinaða konungsríki hefur viðurkennt, myndar skerjagarðurinn eina heild með norska megin- landinu. Sjávarsvæðin milli grunnlína landhelginnar og meginlandsins eru innsævi. Nokkur hluti þessara sjávar-

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.