Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 44
38 Tímarit lögfræSinga Ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis hefur einkum beint gagnrýni sinni að tveimur svæðum, þar sem hún telur, að við afmörkun landhelginnar sé sérstaklega vikið frá heildarstefnu strandarinnar, þ. e. á svæðinu Svær- holthavet (milli grunnlínustaðanna 11 og 12) og á svæð- inu Lopphavet (milli grunnlínustaðanna 20 og 21). Dóm- urinn mun taka til meðferðar frá þessu sjónarmiði af- mörkun landhelginnar á þessum tveimur svæðum. Grunnlínan milli staðanna 11 og 12, sem er 38,6 sjómíl- ur að lengd, afmarkar Sværholt-svæðið, sern er á milli Nordkyn-höfða og Norðurhöfða. Ríkisstjórn Hins sam- einaða konungsríkis neitar því, að hið þannig afmarkaða sjávarsvæði hafi einkenni fjarðar. Röksemdafærsla þess er reist á landfræðilegri athugun. Samkvæmt skoðun þess slcal ekki telja flóann ganga lengra inn í landið en að odd- anum á Sværholts-nesinu (Sværholtsklubben). Þar sem lengdin, sem þá fæst, er einungis 11,5 sjómílur, en breidd- in við mynnið 38,6 sjómílur, sé nefndur flói ekki í eðli sínu fjörður. Dómurinn getur ekki fallizt á þessa skoðun. Hann telur, að líta beri á flóa þann, sem um er að tefla, í ljósi allra þeirra landfræðilegu atriða, sem til greina koma. Sú staðreynd, að tangi skagar þar fram og myndar tvo víða firði, Laksefjord og Porsangerfjord, getur ekki svipt flóann einkennum fjarðar. Það eru fjarlægðirnar milli hinnar umdeildu grunnlínu og innstu staða í botnum þessara fjarða, 50 sjómílur í öðrum og 75 í hinum, sem taka verður tillit til, er meta skal hlutfallið milli lengdar inn í landið og breiddar við mynni. Niðurstaða dómsins er, að Sværholthavet hafi einkenni fjarðar. Afmörkun landhelginnar í Lopphavet hefur einnig verið gagnrýnd af Hinu sameinaða konungsríki. Svo sem tekiö hefur verið fram áður, má líta svo á, að það hafi horfið frá gagnrýni sinni á grunnlínustaðnum nr. 21. Lopphavet er óregluleg heild frá landfræðilegu sjónarmiði. Ekki verð- ur litið svo á, að það hafi einkenni fjarðar. Það er víð- áttumikið sjávarsvæði, kröggt af stórum eyjum, og eru sund á milli þeirra, sem hinir ýmsu firðir eru framhald af.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.