Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 52
46 Tímarit lögfræíinga 49. Kolbeinsey............. 67°07'5 n.bi\, 18°36'0 v.lg. 50. Hvalsbakur............. 64°35'8 — 16°16'7 — 51. Geirfugladrangur ...... 63°40'6 — 23°17'3 — Loks skal dregin markalína í kringum Grímsey, 4 sjó- mílur frá yztu annesjum og skerjum hennar. 2. gr. Á svæði því, sem um ræðir í 1. gr., skulu útlendingum einnig bannaðar hvers konar aðrar veiðar, samkvæmt á- kvæðum laga nr. 33 19. júní 1922, um rétt til fiskiveiða í landhelgi. 3. gr. Aflaskýrslur skulu sendar Fiskifélagi Islands á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum nr. 55 frá 27. júní 1941, um afla- og útgerðarskýrslur. Nú telur atvinnumálaráðuneytið, að um ofveiði verði að ræða, og getur það þá takmarkað fjölda veiðiskipa og há- marksafla hvers einstaks skips. 4. gr. Dtgerðarmenn þeir, sem hafa í hyggju að stunda sumar- síldveiðar fyrir Norðurlandi á tímabilinu frá 1. júní til 1. október, skulu sækja um leyfi til atvinnumálaráðuneytis- ins fyrir 15. maí ár hvert og tilgreina í umsókn sinni, hvaða skip þeir ætli að nota til veiðanna og hvers konar veiðar- færi verði notuð. 5. gr. Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 5 8. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum, laga nr. 45 13. júní 1937, um bann gegn dragnótaveiði í landhelgi, laga nr. 33 19. júní 1922, um rétt til fiskiveiða í landhelgi, með síðari breytingum eða, ef um er að ræða brot, sem ekki fellur undir framangreind lög, sektum frá kr. 1000.00 til kr. 100 000.00.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.