Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 8
4. Um Hrd. 1966, bls. 262
4.1. Atvikalýsing, málsástæður og dóm.sniðurstaða.
4.2. Ölvunarákvæði í d-lið 10. gr. og ófrávíkjanlegar reglur
VSL.
4.3. 51. gr. VSL.
4.4. 18. og 20. gr. VSL. og ákvæði vátryggingarskírteinis
um ölvun.
4.5. Nánar um gildi ölvunarákvæðisins að lögum.
4.6. 34. gr. VSL.
4.7. Núgildandi dönsk og norsk ölvunarákvæði.
Rit, sem vitnað er til
Skammstafanir
1. Inngangur
I vátryggingarétti reynir oft á það, hvort vátrygginar-
taki og/eða vátrvggður beri áb>Tgð á saknæmum athöfn-
um eða athafnaleysi annarra manna gagnvart vátryggj-
anda (félaginu, sbr. 2. gr. VSL.).
Hliðstæð dæmi úr öðrum greinum lögfræðinnar eru
vel þekkt. í skaðabótarétíi er það almenn regla, að at-
vinnurekandi ber fébótaábyrgð á saknæmri hegðun starfs-
manna sinna (húsbóndaábyrgð). Cr almenna hluta kröfu-
réttarins má nefna regluna um, að skuldarinn beri ábyrgð
á mistökum eða vanrækslu þeirra aðila, sem hann notar til
þess að efna skyldur sinar skv. samningi við kröfuhaf-
ann. Síðarnefnd regla gildir að sjálfsögðu einnig i vá-
trvggingarétti. Ef vátryggingartaki hefur t. d. falið starfs-
manni sínum að gera vátryggingarsamning við vátiygg-
ingafélag og starfsmaðurinn annað hvort vanrækir það
alveg, gefur ran,gar upplýsingar eða greiðir ekki iðgjaldið,
hefur þessi báttsemi starfsmannsins sömu áhrif gagnvart
félaginu og sambærileg hegðun vátryggingartaka sjálfs.
Á sama hátt ber félagið ábyrgð á vanefndum starfsmanna
sinna á sanmingsskyldum þess við tryggingartaka.
I lögum um vátryggingarsamninga og i vátryggingar-
skilmálum eru ýmis ákvæði, sem veita félaginu heimild
til gagnráðstafana, þegar vátryggður gerist sekur um
2
Tímarit lögfræðinga