Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 82
taldi að hafa þyrfti í huga við nýskipan dómsmálakerfis-
ins, svo sem fólksfjölda, atvinnuhætti, samgöngur o. fl.
Þá ræddi frummælandi um núverandi dómaskipan og
kosti þá og galla, sem liann taldi á henni vera. Kom frum-
mælandi síðan fram mcð tillögur að nýrri dómaskipan,
sem i meginatriðum væri fólgin i því, að landinu yrði
skipt í fylki, er í aðalatriðum hefðu sömu mörk og nú-
verandi kjördæmi. Dómstig væru tvö, fylkisdómur í
hverju fylki qg Hæstiréttur. Sýslumannsembættin skyldu
lialdast að mestu og færu sýslumenn með marga mála-
flokka, sem þeir fara með nú. Frummælandi ræddi siðan
ítarlega hin einstöku atriði tillagna sinna og gerði nánari
grein fyrir sjónarmiðum sínum.
Þriðji almenni umræðufundurinn var haldinn hinn 12.
desember. Frummælandi var Arnljótur Björnsson, hér-
aðsdómslögmaður, og umræðuefnið: Almenn ábyrgðar-
tryggipg. — í upphafi rakti frummælandi að nokkru sögu
almennra ábyrgðartrygginga í Évrópu og síðan hér á
landi. Kvað hann almennar ábyrgðartrvggingar eigi hafa
þekkzt hér á landi sem sérstaka vátryggingargrein fyrr en
1926. F'rummælandi rakti síðan þróun almennra ábyrgð-
artrygginga hér á landi. Þá ræddi frummælandi um form
og efni þessara trygginga og rakti í því sambandi niður-
stöður nokkurra dóma, sem fallið hafa hér á landi og
á hinum Norðurlöndunum.
Aðalfundur.
Hinn 30. desember 1968 var aðalfundur félagsins hald-
inn í I. kennsiustofu Háskólans og var fundarstjóri Hákon
Guðmundsson, yfirborgardómari. — Formaður félags-
ins, Þorvaldur Garðar Ivristjánsson, flutti skýrslu um
störf stjórnarinnar og starfsemi félagsins á árinu. Meðal
annars slcýrði liann frá því, að stjórnin hefði ákveðið að
minnast 10 ára afmælis félagsins með afmælishófi, en
sökum lélegrar þátttöku hefði orðið að aflýsa því. Þá
skýrði formaðurinn frá því, að frá Dómarafulltrúafélagi
76
Tímarit lögfræðinga