Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 75
gevma meiðyrðalöggjöf, sem gilti hér á landi rúmlega
liálfa sjöttu öld, eða þangað til meiðyrðalöggjöf Dönsku
laga Kristjáns fimmta frá 1683 var lögleidd hér með til-
skipun 24. janúar 1838. Höfundur hefur tekið upp i rit
sitt öll Jónsbókarákvæðin, sem viðfangsefnið varða, ásamt
breytingum, sem á þeim voru gerðar á umræddu tíma-
bili.
Um framkvæmd Jónsbókarlaganna eru heimildir með
allt öðrum hætti og miklu fullkomnari en um fram-
kvæmd þjóðveldislaganna. Nú koma til sögu dómar, sem
varðveittir eru frá þessu tímabili. Veita þeir svo fullkomna
og örugga fræðslu frá fyrstu hendi um framkvæmd á
meiðvrðalöggjöf Jónsbókar, að ekki virðist nein þörf á
að leita til annarra og ótrvggari heimilda, svo sem annála.
Að vísu skortir dóma frá tveimur fyrstu öldum tima-
bilsins. Hinir elztu meiðyrðadómar, sem geymzt hafa,
eru frá síðari hluta 15. aldar. Dómar frá þeirn tíma og
þar til alþingisbókarhald hefst á fvrra hluta 17. aldar hafa
einnig misjafnt heimildargildi. Fullkomna upplýsingu um
framkvæmd veita þeir dómar, sem gevmzt hafa í frum-
riti, og næstir koma þeir dómar, sem varðveittir eru í
staðfestum eftirritum, svonefndum transskriftarhréfum.
En margir dómar eða ágrip þeirra eru aðeins fyrir hendi
óstaðfestir, svo sem í minnisbókum lögmanna eða sj'slu-
manna. En eftir að farið er að halda alþingisbækur, er
um auðugan garð að gresja, og á síðasta hluta tímabils-
ins koma landsyfirréttardómar til sögu. Höfundur hefur
kannað ýtarlega hin prentuðu heimildarrit, þar sem er
að finna dóma frá umræddu tímabili, það er íslenzkt forn-
bréfasafn, Alþingisbækur Islands og Landsyfirréttardóma.
Hef ég farið yfir heimildarrit þessi og ekki orðið var við,
að höfundur hafi þar neitt eftir skilið, sem ástæða var
til að taka til meðferðar í riti lians. Réttarsaga þessa tíma-
bils, það er frá lögtöku Jónsbókar og fram á 19. öld,
hefur hingað til lítt verið könnuð og aðeins í sambandi
við einstök og afmörkuð löggjafaratriði. Það er því mikill
Tímarit lögfræðinga
69