Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 63
ráð fyrir gert. Hér eru sýslurnar báðar taldar með Suður-
landi.
Við tölur þessar allar er margt að atliuga. Þær gefa
hvergi nærri rétta mynd af málafjöldanum, því að á
hverju ári eru sætt og niður felld fjöldi mála fyrir dóm-
stólunum. Oft hefur þá verið varið miklum tíma og erfiði
i afgreiðslu þeirra. Þá hefur frá 1965 orðið gífurleg aulcn-
ing mála við Borgardóm Reykjavíkur, en segja má að sá
dómur dæmi þorra einkamála, sem höfðuð eu liér á
landi, hvar svo sem vettvangur þeirra er. 1965 lágu einnig
ódæmd hjá þeim dómstól þó nokkur mál. Utan Reykja-
víkur er málafjöldi mjög mismunandi eftir árum. Þarf
því meðaltal nokkurra ára til að sannari mynd fáist.
Einnig verður að geta þess, að síðan skýrsla sú, sem
hér er byggt á, var samin, hefur sú mikla hreyting orðið
á meðferð ölvunarhrota, að nú má ljúka hluta þeirra
með dómsátt, en telja verður, að mikill hluti þeirra mála,
sem talin eru til opinherra mála, séu einmitt slík brot.
Samkvæmt upplýsingum þeirra, sem gerst vita, mun
um helming þessara mála ljúka með dómssátt hér í
Reykjavík. Sáttir þessar yrðu að fara fram í'yrir dómi.
Hafa verður ennfremur í huga önnur þau störf, sem
hverjum dómstól eru ætluð.
Af því, sem hér liefur verið rakið, sést, að af tölum
þessum er erfitt að draga mikinn lærdóm. Ulmögulegt er
að gera sér grein fyrir hversu mikið verkefni sú skráning
er, sem gert er ráð fvrir að falli til fylkisdómstólanna.
Telja verður þó, að i uppliafi verði helzt til fá verkefni við
suma dómstólana.
Áður hafði verið minnzt á leiðir til að draga úr kostnaði
við minni embættin og ýmis framkvæmdaratriði, sem
draga úr ókostnm, sem af verkefnafæð mundi leiða. Hér
má minna á fleira, sem gerir þá talnamynd, sem dregin
hefur verið upp, fölari.
Líklegt er, að eftir skipan fylkisdómstólanna mundu
mál, sem nú eru flutt til Reykjavíkur með samkomulagi
Timarit lögfræðinga
57