Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Page 73

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Page 73
hér á landi á þjóðveldistímanum. Um það vitnar vísubrot það, sem tekið er upp úr Þverárvísum Sturlu Þórðarsonar, en þar er borið lof á Þorgils skarða. Þess er einnig getið í Sturlungu, að Þórður Rúfeyjarskáld hafi ort kvæði um Þorgils Oddason á Staðarliób, og hafi laun komið fyrir. Bendir það til þess, að slík kvæði hafi fremur þótt launa verð en refsingar. Ekki er að efa, að Grágás telur umrædd ákvæði til laga, en að öðru leyti ríkir þögn um tilefni þeirra, frá livaða tíma þau séu og um framkvæmd þeirra, ef nokkur hefur verið. Um eina tegund lofkvæða hefur Grágás sérákvæði. Bannað var að viðlögðum ströngum refsingum að yrkja mansöngva til kvenna. Ekki er að efa, að þessi refsifyrir- mæli liafa verið í lög tekin og með ráðum gerð. Höfundur greinir nokkrar ástæður, sem líklegt er, að hér liggi til grundvallar, og virðist mér sú veigamest, að mansöngur gat valdið umtali um viðkvæman þátt í einkalífi konu. Feður voru fastnendur dætra sinna, og gat umtal um einka- mál þeirra, jafnvel þó að þær hefðu ekki gefið tilefni til þess, spillt fyrir áformum feðranna um að velja þeim góð gjaforð. Höfundur getur þess, að þrátt fyrir þungar hegningarhótanir hafi margir mansöngvar verið kveðnir í fornri tíð, og munu að minnsta kosti sumar heimildir um það ekki verða rengdar. Þegar höfundur ræðir um viðurlög við fjölmælum, gerir hann meðal annars grein fyrir fullrétti eða fullréttis- bótum, en það var sérstök fjárgreiðsla, sem sökunaut var gert að greiða manni þeim, sem hann hafði misgert við. Um þessi viðurlög voru fyrirmæli hæði í Grágás og síðar í Jónsbók. í kaflanum um Jónsbókarákvæðin telur höfundur fullrétti, bæði samkvæmt Grágás og Jónsbók, til refsiviðurlaga, og er ég honum sammála um, að frá réttarsögulegu sjónarmiði sé þar um rétta niðurstöðu að ræða. Hins vegar er kunnugt, að ýmsir fræðimenn, eink- um erlendir, hafa viljað telja fullrétti nokkurs konar skaðabætur, eða að minnsta kosti í líkingu við miskabætur Timarit lögfræðinga 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.