Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 65
2. Byggðin utan þess svæðis.
Aðalaðsetur beggja dómstólanna yrði á Suð-Vesturlandi.
Verkefni þeirra yrðu að mestu þau sömu og eftir tillög-
unni hér að framan, nema hvað málefni, se mtalin eru
þar í III. flokki, yrðu að öllum líkindum áfram hjá sýslu-
og hæjarfógetaembættunum. I Reykjavík gæti skipulagið
verið það sama eftir báðum tillögunum.
Það sem einkum mælir með þessari tillögu er, að dóm-
stólaruir báðir fá örugglega næg verkefni og ná slíkri
stærð, að fleiri en einn dómari mun starfa við þá.
Gallarnir liggja einnig í augum uppi. Vegalengdir yrðu
miklar, lögmenn mundu vart setjast að utan Faxaflóa-
svæðisins. Meðferð mála, sem nú er langt í frá greið,
mundi taka eins langan eða lengri tírna, þar sem mikill
tími færi til ferðalaga dómara. Ivunnátta dómara á stað-
háttum og héraðsvenjum yrði verri. Þessi lausn yrði því
varla talin viðhlítandi fyrir stóran hluta landsins.
b) Önnur hugmyndin er sú, að láta óbreytta skipun
haldast í þeim héruðum, sem fámennust eru og samgöng-
ur erfiðastar, svo sem á Vestfjörðum. Annars staðar yrði
breytt í það horf, sem hér hefur verið haldið á lofti. Þessi
lausn gæti hent til bráðabirgða. Umdæmaskiptinguna á
Vestfjörðum er þó sjálfsagt að endurskoða og fella niður
lögreglustjóraembættið í Bolungarvík.
e) Þriðja lausnin er sú, að skipa landinu í færri en
stærri umdæmi en í aðaltillögunni, en dómstólarnir færu
með sömu störf og þar er ráð fyrir gert. Ákveðin umdæmi
verða ekki lögð til hér. Minna má þó á skiptingu eftir f jórð-
ungum. (Sig. Líndal í ræðu á Lögfræðingafélagsfundi).
d) Fjórða lausnin er sú, að stofnaður verði einn dóm-
stóll fvrir allt landið, sem verði millistig undirréttar og
hæstaréttar. Hlutverk hans yrði að dæma í öllum stærri
einkamálum, t. d. þeim, sem ekki má fara með sem áskor-
unarmál eftir lögum nr. 49/1968. Hann færi einnig með
þau sakamál, sem ákæruvald saksóknara nær til.
Héraðsdómstólar í núverandi mynd héldust annars að
Tímarit löafræðinga
59