Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 56
Flokkaskipting þessi er við það miðuð, að við hana megi
stvðjast, ef embættum þessum yrði skipt í deildir, t. d. í
Reykjavík. í minni embættunum kemur hún auðvitað ekki
til greina.
Það verður að athuga við lögreglustjóra- og s<rslu-
mannsembættin, að heppilegt er víðast hvar að láta eitt
embættið í hverju fylki vera umfangsmeira en hin, þannig
að sum þeirra málefna, sem hér hafa verið talin, væru
sameiginleg öllu fylkinu. Annað hvort færi þetta sýslu-
mannsembætti eitt með málefnið eða hefði yfirumsjón
þess, t. d. rannsóknarlögregla, vegalögregla og refsifram-
kvæmd. Einnig getur það átt sér stað, að rétt þætti, að
koma á fót framkvæmdastjórnum í sams konar fylkjum,
sem fara mundu með suma þá málaflokka, sem nú eru
sameiginlegir öllu landinu. Gæti þá hugsazt, að sumir
þeir flokkar mála, sem hér er skipað til sýslumannsem-
bætta, þættu betur komnir við slík embætti, t. d. almanna-
tryggingar og innheimta margs konar. Mundi þá sýslu-
mannsembættum fækka stórlega. Á þéttbýlli stöðum
munu sumar af heildum þessum verða reknar sem sjálf-
stæðar stofnanir, t., d. í Reykjavík.
Skipting sú, er hér er rakin, er á því byggð i fyrsta lagi,
að hrein dómstólamálefni eru falin fylkisdóminum, dóms-
störf í einkamálum og opinberum málum og þeim látin
fylgja flest önnur úrskurðarmálefi svo sem skipti, uppboð
og úrskurðir í aðfarargerðum. I öðru lagi byggir skipt-
ingin á því, að þau málefni, sem auðveldlega eru sam-
rýmanleg slíkum dómstól og lieppilegt að reka fyrir stór
umdæmi, eru dómstólunum falin, þinglýsingar, veð-
málabókhald og skráning öll. í þriðja lagi, að sérdóm-
stólar, t. d. siglingadómur, landa- og lóðamerkjadóm-
ar og verðlagsdómur verði lagðir niður. Kostir þess-
arar skiptingar eru þeir helztir, að málefni, sem illa
eiga saman, eru að mestu aðskilin. Má nefna sem dæmi
rannsókn sakamála og allt ákæruvald er skilið frá sjálf-
um dómsstörfunum. Er þá á því byggt, að Saksóknara-
50
Tímarit lögfræðinga