Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 79
ing sinn dæmdan til sektargreiðslu, þegar jafnframt er
beint eða óbeint staSfest meS dómi, aS ummælin hafi
veriS sönn. Málaferli meS tilheyrandi vitnaleiðslum og
upprifjun liSinna atburða eru líkleg til að baka hlutaS-
eigandi miklu meiri raun en ummælin sjálf gerSu í upp-
liafi, og álirif dómsins út á viS yrSu væntanlega litil eSa
engin. Það er líka eftirtektarvert, að þess munu ekki finn-
ast nein örugg dæmi í dómaframkvæmd Landsyfirréttar-
ins og síðar Hæstaréttar, að dæmd hafi verið refsing fyrir
ummæii, sem sönnur voru á færðar í málinu. Að vísu
nefnir höfundur í þessu samhandi einn dóm I.andsyfir-
réttarins frá árinu 1908, en þar sem í því máli hafði verið
farið almennum óvirðingarorðum um hlulaðeigandi mann,
er hæpið, aS dómurinn eigi hér við. ÞaS er samkvæmt
þessu álit mitt, að umrædd 237. gr. muni fremur vera til
ógagns en gagns, og að þess vegna væri heppilegast að
fella hana niður.
Hitt atriðið, sein ég ætla aðeins að víkja að, er spurn-
ingin um, hvort blöð, það er dagblöð og vikublöð, eigi að
njóta sérstöðu um meiðyrðaábyrgð. Bæði hér á landi og
erlendis hafa komið fram ákveðin tilmæli um, að slakað
sé á kröfum um sannanir, þegar blöð gcrast nærgöngul
heiðri manna og æru vegna nauðsynlegrar gæzlu opin-
herra hagsmuna. Lausleg athugun á meiðyrðadómum
Landsyfirréttarins og Hæstaréttar síðustu 100 árin sýnir,
að meira en helmingur meiðyrðamálanna er á hendur
ábyrgðarmönnum blaða. Það er þvi ekki að undra, þó að
umrædd tilmæli hafi komið fram. Til sluðnings kröfunni
er það einkum fært, að það sé skylda blaða að halda uppi
gagnrýni á því, sem aflaga fer i stjórnmálum eða öðrum
þjóðmálum, svo og í embættisfærslu opinberra starfs-
manna. Höfundur færir fram ýmis rök og sum veigamikil
fyrir því, að um þetta eigi blöð að njóta sérstöðu, en þó
með eftirgreindum skilyrðum: t fyrsta lagi, að blöðin séu
að gæta opinberra bagsmuna, sem séu svo rikir, að tillit
til verndar á æruréttindum einstaklinga verði að þoka fvrir
Tímarit lögfræðinga
73