Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 70

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1969, Blaðsíða 70
metnar til hlítar allar aðstæður að því, að þeirri vernd verði sem bezt fyrir komið. Ritið Fjölmæli hefur fyrst og fremst gildi fyrir nútíma- lögfræði á þvi sviði, sem viðfangsefnið tekur til. 1 þvi eru meðal annars rakin og skýrð einstök atriði núverandi meiðyrðalöggjafar og samanburður gerður við sams konar löggjöf ýmissa annarra þjóða, einkum heirra, sem við skyldan rétt eiga að húa. Auk pess er gerö ýtarleg grein fvrir framkvæmd laga og fræðikenningum. Af þessu má svo ráða, hvaða annmarkar muni vera helztir á þeirri meið- yrðalöggjöf, sem nú er í gildi hér á landi. Þegar horfið verður að endurskoðun og umhótum á henni, mun öðru fremur verða til þessa rits leitað. En auk þess er réttar- sögulegt gildi ritsins mikils vert. Islenzk réttarsaga er enn óskrifuð i heild, en sérritgerðir um einstaka þætti lög- fræðinnar munu létta undir með þeim, sem á sínum tíma rita heildarsöguna. Og þó að réttarsagan verði skráð í heild sinni, er jafnan þörf á sérritgerðum um einstaka þætti hennar. Umsögn mín hér á eftir verður aðallega fólgin i hug- leiðingum um nokkur lögfræðileg og einkum réttarsöguleg atriði, sem vafi getur á leikið, hvaða tökum beri að taka. En beinar athugasemdir hef ég fáar fram að færa. Fyrsti þáttur ritsins fjallar um réttarsöguleg atriði, að því er tekur til fjölmæla eða meiðyrða. í fj'rsta kafla þessa þáttar ræðir um heimildir frá þjóðveldistímanum, fram að lögtöku Járnsiðu árið 1271. Aðalheimildir frá þessu tímahili eru Grágásarhandritin og útgáfur þeirra. Eins og ákvæðum handritanna um fjölmæli er háttað, sýnist ekki verða dregið i efa, að þar sé um lagasetningu að ræða. En um tilefni fyrirmælanna, tilorðningu þeirra og gildistökutíma er hins vegar óvist. Höfundur hefur auðsjáanlega kannað Grágásarútgáfurnar orði til orðs og tekið upp úr þeim allt, sem viðfangsefnið varðar og máli getur skipt. Virðist mér einnig vel úr þessu efni unnið og það rökvíslega metið. 64 Tímarit lögfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.