Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 8
FRAMHALDSMENNTUN LÖGFRÆÐINGA Lestur bóka og tímarita hefur til þessa verið aðalaðferð lögfræðinga og annarra starfshópa háskólamanna til að halda við menntun sinni, aðhæfa hana nýrri þekkingu og nýjum viðhorfum og bæta við, þar sem prófnámið var gloppótt. Fyrirlestrar og fræðafundir hafa þjónað sama tilgangi, þó að í miklu minna mæli hafi verið. Námskeið með ýmiss konar sniði hafa einnig tíðkast og það meira á síðari árum en fyrr var. 1 3. gr. laga Lögfræðingafélagsins segir, að það skuli efna til almennra funda lögfræðinga um fræðileg efni. Á síðari árum hafa slíkir fræðafundir verið 5 á hverju starfstímabili. Einnig hefur félagið staðið fyrir einu námskeiði árlega. Lögmannafélagið hefur einnig sinnt fræðslumálum, bæði með funda- haldi og námskeiðum, nú síðast með námskeiði um verksamninga á þessu vori. Loks á lagadeild Háskólans að vinna að framhaldsmenntun lögfræðinga, og segir um það í 3. gr. rgl. nr. 81/1970 um nýtt orðalag á 49. gr. b í há- skólareglugerð nr. 76/1958. Hefur deildin boðið heim einum erlendum fyrir- lesara á ári, en að auki hefur hún staðið að námskeiðum, t. d. í Evrópurétti, og styrkt starfsemi annarra. Síðasta dæmi þess er aðstoð vegna 19. norræna laganemamótsins, sem haldið var í júní á þessu ári. Var öllum íslenzkum lögfræðingum boðið að fylgjast með fyrirlestrum á móti þessu. Þó að nokkuð hafi þannig verið gert til að halda uppi framhaldsmenntun fyrir lögfræðinga, þarf að gera betur. Lögfræðingafélagið er reiðubúið til að auka sinn hlut, en játa verður, að óvíst er, hvernig það verði bezt gert. Nokkrar vonir eru einnig bundnar við nám við lagadeild í svokölluðum bundn- um kjörgreinum, en það hefst á þessu hausti. — Þörf er á að ræða þessi mál á breiðum grundvelli, og verður það vonandi gert. Annað atriði skiptir hér og miklu. Komið hefur í Ijós, að það, sem gert hefur verið, nýtur mismikilla vinsælda. Fræðafundir Lögfræðingafélagsins eru t. d. oft of illa sóttir. Að jafnaði koma á þá 20—40 menn, og er það of lítil þátt- taka. Fyrirlestrarnir á norræna laganemamótinu voru einnig alltaf illa sóttir af öðrum en þátttakendum. Hins vegar hafa námskeið um lagaefni yfirleitt verið ágætlega sótt, og er þó nokkuð undarlegt, að menn skuli fremur gefa sér tíma til að taka þátt í þeim en fundum. Er ástæða til að biðja lesendur þessa tímarits að líta í eigin barm og hugleiða, hvort þeir hafi ekki, ef að er gáð, þörf fyrir svolitla upprifjunar- og viðbótarfræðslu, og hvort ekki væri þjóðráð, að þeir tækju þátt í því, sem býðst á þessu sviði. Þór Vilhjálmsson 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.