Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 17
fram á verulega hættu á fjártjóni. Hurwitz fjallar ekkert frekar í inn- gani sínum að auðgunarbrotunum um hugtök eins og auðgun, ávinning, fjártjón, tilgang (hensigt) o.s.frv. Hurwitz leggur hins vegar megin- áherzlu á það sjónarmið, að forsendur hverrar brotategundar um sig hljóti að vera ákvarðandi um afmörkun brotanna. Hann bendir á, að sum þessara brota eigi fátt sameiginlegt, svo sem rán og ólögmæt með- ferð fundins fjár. Almenn skilgreining auðgunar og auðgunartilgangs verður því annaðhvort of víðtæk og teygjanleg eða svo þröng, að hún nær ekki til allra brotanna. Kanna verður um hvert brotahugtak, hversu langt megi teygja það, enda verður að gera ráð fyrir, að auðgunar- tilgangurinn geti haft mismunandi þýðingu og inntak, eftir því hvert brotið er. 3. Reglur norsku hegningarlaganna um fjármunabrot hvíla að miklu leyti á sömu sjónarmiðum, sem þau dönsku. I ákvæðum um fjárdrátt (255. gr.), þjófnað (257. gr.), fjárkúgun (266. gr.), rán (267. gr.), fjársvik (270. gr.) og umboðssvik (275. gr.) er huglægu skilyrðunum þannig lýst: „i hensikt (derved) á skaffe seg eller andre en uberettiget vinning". 1 norskri refsifræði hefur lítið farið fyrir almennri greinar- gerð um þessi brot, og auðgunarbrotum (vinningsforbrytelser) er ekki steypt saman í einn kafla í norsku lögunum. Kaflaskipting fjármuna- brota er svofelld: 24. kafli: Fjárdráttur, þjófnaður, hnupl (Underslag, tyveri og naske- ri). Einnig eru þar reglur um nytjatöku. 25. kafli: Fjárkúgun og rán (Utpresning og ran). 26. kafli: Fjársvik og umboðssvik o. fl. (Bedrageri og utroskap). 27. kafli: Brot í skuldaskiptum, skilasvik (Forbrytelser i gjeldsfor- hold). 28. kafli: Eignaspjöll (Skadeverk). 29. kafli: Misneyting og fjárhættuspil (Áger og lykkespill). 31. kafli: Hilming og eftirfarandi aðstoð (Heleri og etterfolgende bi- stand). Misneyting (295. gr.) og hilming (317. gr.) eru ekki auðgunarbrot, þótt venjulega séu þessi brot framin í ávinningsskyni, sbr. Andenæs, Formuesforbrytelsene, bls. 2. Um ólögmæta meðferð fundins fjár er ákvæði á allt öðrum stað í lögunum (394. gr.), í þættinum um for- seelser. Ofangreind kaflaskipting brotanna er að mestu byggð á aðferð við framningu brotanna. 1 sænsku lögunum, Brottsbalken, er gengu í gildi 1. jan. 1965, er svipuð framsetning og í norsku lögunum. Fjármunabrot skiptast í nokkra kafla, og er þar jöfnum höndum skipað auðgunarbrotum og 11

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.