Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 19

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 19
máktigt, med yttre maktmedel, angriper en frámmande maktssfár"). í 9. kafla er lýst brotum, þar sem fremur reynir á sálrænar aðferðir (psykiska medel), svo sem fjársvik, misneyting og fjárkúgun. Fjallað verður síðar um huglæg skilyrði sænsku laganna og sérstöðu auðgunarásetningsins. 1 þýzku refsilögunum, Strafgesetzbuch fiir das Deutsche Reich frá 15. maí 1871 með síðari breytingum, er kaflaskipting þessi: 19. kafli: Diebstahl und Unterschlagung (Þjófnaður og fjárdráttur, 242.—248. gr. a). 1 kaflanum eru einnig ákvæði um nytja- stuld farartækja (248 b) og töku raforkuforða (248 c). 20. kafli: Raub und Erpressung (Rán og fjárkúgun, 249.—256. gi’.). 21. kafli: Begiinstigung und Hehlerei („Eftirfarandi hlutdeild“, sbr. 22.gr. 4.mgr.og 112.gr. alm.hgl.,og hilming, 257.—262. gr.). 22. kafli: Betrug und Untreue (Fjársvik og umboðssvik, 263.—266. gr.). 24. kafli: Bankerott (Skilasvik, sbr. að nokkru 250. gr. alm. hgl., 239. —244. gr. í Konkursordnung). 25. kafli: Strafbarer Eigennutz und Verletzung fremder Geheimnisse (Refsiverð sjálfsívilnun og brot gegn þagnarskyldu, 284.— 302. gr. e). Hér kennir margra grasa. Má nefna ýmis ákvæði, sem í íslenzkum rétti eru dreifð um sérrefsilöggj öfina. Helztu ákvæði kaflans eru þessi: brot varðandi fjárhættu- spil og happdrætti (284.—286. gr.), skilasvik og skyld brot, sbr. 250. gr. 2. tl. og 258. gr. alm. hgl. (288.—289. gr.), veiðibrot (292.—296. gr. a), misnotkun upptöku- og hlust- unartækja (298. gr.), brot gegn bréfleynd (299. gr.), brot gegn þagnarskyldu í starfi (300. gr.), misneyting og okur (301.—302. gr. e). 26. kafli: Sachbeschádigung (Eignaspjöll, 303.—305. gr.). 1 þýzkum rétti er gerður greinarmunur á tileinkunartilgangi (Zu- eignungsabsicht) og auðgunartilgangi (Bereicherungsabsicht). í 263. gr. um svik er krafizt auðgunartilgangs („in der Absicht, sich oder einem Dritten einen rechtswidrigen Vermögensvorteil zu verschaf- fen“). Sama gildir um fjárkúgun, misneytingu og okur. Er orðalagið þó með mismunandi hætti í þessum ákvæðum. Hins vegar nægir til- einkunartilgangur þegar um er að ræða þjófnað („in der Absicht ... dieselbe sich rechtswidrig zuzueignen") og rán. Einfaldur ásetningur nægir til fjárdráttar, nytjastuldar, umboðssvika og eignarspj alla. Sér- staks eðlis er hilming (Hehlerei), þar sem krafizt er „Streben nach Vorteil“ án þess að þar þurfi að vera um fjárhagslegan ávinning að 13

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.