Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Page 25
Það er t. d. ljóst, að sala eða önnur ráðstöfun fjármuna andstæð samn-
ingi um afborgunarkaup getur ekki fyrirvaralaust talizt auðgunarbrot.
Þar verður að meta horfurnar á fjártjóni. Annað kann að eiga við
um heimildarlausa notkun á peningum annars manns, einkum þeim,
er halda á aðgreindum frá eigin fé (depositum regulare), sbr. 2. mgr.
247. gr. Andenæs vill greina glöggt á milli depositum regulare og
irregulare, sbr. Formuesforbrytelsene, bls. 50. Nokkur greinarmunur
virðist gerður í íslenzkum rétti að þessu leyti, sbr. greinargerð með
247. gr. Greinargerðin bendir reyndar til þess, að miðað sé við fremur
formlegan mælikvarða einnig, þegar óskylt er að halda fé aðgreindu
frá eigin fé (depositum irregulare). Þar stendur m. a.: „Hann er skyld-
ur að haga eyðslu sinni á þá lund, að hann sé ávallt fær um að greiða
eigandanum peningana. Og sé fjárhag hans þannig háttað, að hann
eigi ekki fyrir skuldum og megi óttast það, að lánardrottnar gangi að
fjármunum hans, mundi honum að jafnaði vera skylt að halda pen-
ingum annars manns, er hann hefur í vörzlum sínum, aðgreindum frá
sínu fé.“ Waaben leggur í riti sínu meiri áherzlu á hinn efnislega mæli-
kvarða. Þá er miðað við ástandið, eins og ætla má, að það verði á til-
teknu tímamarki (gjalddaga). Sé enginn fastur gjalddagi og viðsemj-
andi getur krafizt greiðslu hvenær sem er, hlýtur hinn formlegi mæli-
kvarði aftur að mega sín meira.
Þegar byggt er á hinum efnislega mælikvarða, þarf að afmarka
nánar ásetningsstigið með tilliti til hins f járhagslega útlits. Ekki verð-
ur þess krafizt, að sakborningi hafi verið ljóst, að hann hefði enga
möguleika á að greiða (vissa). Dolus eventualis með tilliti til afleið-
inga verður sennilega talinn nægja, sbr. dæmi, er Waaben nefnir á bls.
286—287. Á hinn bóginn er óheppilegt á þessu sviði að treysta á dolus
eventualis, en venjulegur líkindaásetningur tæplega fullnægjandi. í
þess stað er miklu raunhæfara og viðráðanlegra að nálgast vandamálið
á svipaðan hátt og þegar fjallað er um hættuásetning. Annað hvort
er manni kunnugt um hugsanlega hættu á fjártjóni eða ekki. Hættu-
ásetning má skoða sem sérstakt ásetningsform, þar sem áherzla er
lögð á vitundina um hættu. Hættuásetningur felur þá í sér tvennt: a)
ásetning með tilliti til verknaðar og þeirra aðstæðna við verknaðinn,
sem eru grundvöllur hins hlutræna mats á hættunni og b) hugsun
eða hugmynd um tjón sem mögulega afleiðingu af hættuástandi, en
hugmyndin um tjónið þarf þó ekki að vera skýr. Slakað er á hinum
venjulegu ásetningskröfum að því er varðar tilteknar afleiðingar í
framtíðinni, og er fremur farið eftir þeim mælikvarða, er gildir um
vísvitandi gáleysi. Skal nú vikið að gildi þessara sjónarmiða fyrir þá
19