Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Síða 34
skaðlegar. Hins vegar eru varnaðaráhrif breytinganna sem slíkra sáralítil, ef nokkur. Þrátt fyrir ofangreinda niðurstöðu er víst, að ýmis önnur úrræði eru til að draga úr skattsvikum. Á 4. norræna sakfræðingamótinu í Osló 1957 var rætt um skattsvik sem refsipólitískt vandamál, sbr. NTfK, 1. h. 1957, bls. 3—51. Þar leggur Inkeri Anttila megináherzlu á fyrirbyggjandi ráðstafanir, ýmiss konar fræðslu um skattalöggjöf og skiptingu skattbyrðanna og umfram allt tilraunir til að breyta við- horfi almennings gagnvart skattsvikum. Þess var áður getið, að ýmislegt hefur verið gért til að auka aðhald að skattþegnum og eftirlit með framtölum þeirra. Má nefna ákvæði laga um víðtæka upplýsingaskyldu þriðj a manns, m. a. um launa- greiðslur til starfsmanna (36. gr. 1. nr. 68/1971), víðtækari og full- komnari bókhaldsreglur en áður (1. nr. 51/1968) og síðast en ekki sízt stofnun skattrannsóknardeildar við embætti ríkisskattstjóra (42. gr. 1. nr. 68/1971). Til frambúðar koma svo enn aðrar leiðir til greina. I fyrrnefndri fjárlagaræðu í október 1973 var bent á þá leið að taka upp brúttóskatta og afnema frádráttarliði að mestu. I skýrslu til fjármálaráðherra frá nefnd um tekjuöflun ríkisins (nóvember 1973) er á það bent, að ýmsir þættir í tæknilegri gerð fjáröflunarkerfisins hafi áhrif á hlýðni manna við það (löghlýðnimat), sbr. bls. 43—44. Þar eru nefnd þessi atriði: a) Skattstofn þarf að vera skýrt afmarkaður, undanþágur og sér- reglur sem fæstar og greiðsluskylda auðreiknanleg. Með þessum hætti er allt eftirlit auðveldara. b) Skatthlutföll eiga að vera jafnlág og frekast er kostur. c) Viðurlög og aðrar aðgerðir til að koma í veg fyrir undanbrögð þurfa að vera svo virkar sem kostur er. I því sambandi er minnzt á nafnbirtingu skattsvikara. En slík regla hefur aldrei verið í íslenzkum rétti, en var t. d. áður í dönskum rétti og þótti mjög umdeilanleg. Þá er þess og getið, að vinna þurfi að því að gera háar skattgreiðslur að mikils metnu stöðutákni í þjóðfélaginu. d) Fastar reglur þurfa að gilda um tímasetningu nauðungarinn- heimtu, ef ekki er greitt á tilsettum tíma, til að tryggja jöfnuð í inn- heimtu ekki síður en álagningu gjaldanna. e) Talið er æskilegt að tengja skattkerfi við vel skráð og reglu- bundin greiðsluviðskipti, t. d. kaup á eftirsóttum vörum og þjónustu, sem eru í opinberri forsjá, svo sem áfengis- og tóbaksverzlun, eða einkaviðskipti, svo sem benzínsölu. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.