Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 35
Dr. Gunnar G. Schram sendiráðunautur:
ÚTFÆRSLA FISKVEIÐILÖGSÖGUNNAR
OG HAGSMUNIR STRANDRIKJA
t erindi þessu verður vikið að fiskveiðilögsögu strandríkja með sér-
stöku tilliti til Norður-Atlantshafssvæðisins.
Vandamál tengd fiskveiðilögsögu og framkvæmd lögsöguákvæða eru
um þessar mundir ofarlega á baugi á alþjóðafundum lögfræðinga, hag-
fræðinga og stj órnarerindreka. Það er einmitt á Norður-Atlantshafs-
svæðinu, sem einna skarpastar deilur hafa risið í þessum efnum.
Þorskastríð hefur þar þegar verið háð og aðrar deilur risið, sem valdið
hafa úfum meðal fornra vinaríkja. Þessi síðasta deila, sem nú hefur
sem betur fer verið leyst með tveggja ára fiskveiðisamningi, varpar
skýru ljósi á þann margháttaða vanda, sem við er að etja í fiskveiði-
lögsögumálum, ekki hvað sízt meðal þeirra þjóða, sem búa við Norður-
Atlantshaf. Sú fræðilega óvissa, sem ríkt hefur í lögsögumálum síðan
Hafréttarráðstefnunni 1960 auðnaðist ekki að ná samkomulagi um
mörkin, hefur bæði vakið nýjar milliríkjadeilur og komið í veg fyrir
að gerðar væru nauðsynlegar fiskiverndaraðgerðir á landgrunnsfiski-
miðum.
Þessar staðreyndir voru tvímælalaust ein meginástæða þess, að alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað árið 1970 að taka rétt hafsins
í heild til endurskoðunar, en ekki einungis þau atriði, sem varða hafs-
botninn og landgrunnið. Fyrsti áfangi þeirrar endurskoðunar, en ugg-
laust ekki sá síðasti, fer fram í Caracas í sumar, og þar mun eitt
meginverkefnið verða að skilgreina réttindi strandríkja yfir fiskistofn-
um strandsvæðanna og ákveða jafnframt ytri mörk lögsögu strand-
ríkisins.
Framkvæmdastjóri Sambands brezkra togaraeigenda, Mr. Austen
Laing, hefur hér rætt hvaða horfur eru á því að leysa þrátefli það,
sem staðið hefur varðandi lögsöguna, með því að veita strandríkjum
ákveðin forgangsréttindi til fiskveiða. Slík leið hefur ótvíræða kosti
29