Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Qupperneq 35
Dr. Gunnar G. Schram sendiráðunautur: ÚTFÆRSLA FISKVEIÐILÖGSÖGUNNAR OG HAGSMUNIR STRANDRIKJA t erindi þessu verður vikið að fiskveiðilögsögu strandríkja með sér- stöku tilliti til Norður-Atlantshafssvæðisins. Vandamál tengd fiskveiðilögsögu og framkvæmd lögsöguákvæða eru um þessar mundir ofarlega á baugi á alþjóðafundum lögfræðinga, hag- fræðinga og stj órnarerindreka. Það er einmitt á Norður-Atlantshafs- svæðinu, sem einna skarpastar deilur hafa risið í þessum efnum. Þorskastríð hefur þar þegar verið háð og aðrar deilur risið, sem valdið hafa úfum meðal fornra vinaríkja. Þessi síðasta deila, sem nú hefur sem betur fer verið leyst með tveggja ára fiskveiðisamningi, varpar skýru ljósi á þann margháttaða vanda, sem við er að etja í fiskveiði- lögsögumálum, ekki hvað sízt meðal þeirra þjóða, sem búa við Norður- Atlantshaf. Sú fræðilega óvissa, sem ríkt hefur í lögsögumálum síðan Hafréttarráðstefnunni 1960 auðnaðist ekki að ná samkomulagi um mörkin, hefur bæði vakið nýjar milliríkjadeilur og komið í veg fyrir að gerðar væru nauðsynlegar fiskiverndaraðgerðir á landgrunnsfiski- miðum. Þessar staðreyndir voru tvímælalaust ein meginástæða þess, að alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað árið 1970 að taka rétt hafsins í heild til endurskoðunar, en ekki einungis þau atriði, sem varða hafs- botninn og landgrunnið. Fyrsti áfangi þeirrar endurskoðunar, en ugg- laust ekki sá síðasti, fer fram í Caracas í sumar, og þar mun eitt meginverkefnið verða að skilgreina réttindi strandríkja yfir fiskistofn- um strandsvæðanna og ákveða jafnframt ytri mörk lögsögu strand- ríkisins. Framkvæmdastjóri Sambands brezkra togaraeigenda, Mr. Austen Laing, hefur hér rætt hvaða horfur eru á því að leysa þrátefli það, sem staðið hefur varðandi lögsöguna, með því að veita strandríkjum ákveðin forgangsréttindi til fiskveiða. Slík leið hefur ótvíræða kosti 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.