Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Side 39
hafa því miður allt of oft átt sér stað í störfum hinna alþjóðlegu svæðanefnda um fiskveiðar. Tafir á framkvæmd nauðsynlegra verndarráðstafana, að því er lýtur að Norður-Atlantshafs laxinum, áttu þó ekki rót sína að rekja til ágreinings um vísindalega nauðsyn slíkra ráðstafana, heldur komu þar til skjalanna efnahagslegir hagsmunir ákveðinna aðila Norðaustur- Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar. Á 7. fundi nefndarinnar var sam- þykkt ályktun um bann við laxveiði í sjó á samningssvæðinu.8) Þessi ályktun bar þó ekki árangur sökum þess, að nokkrir aðilar nefndar- innar báru fram mótmæli gegn henni. Málið var áfram á dagskrá nefndarinnar og á 11. fundi hennar í maímánuði 1973 var samþykkt ályktun um að banna laxveiðar í sjó á samningssvæðinu frá 1. janúar 1976. Þrír aðilar nefndarinnar greiddu þó atkvæði gegn þessari álykt- un og aðrir þrír sátu hjá. 0g nú hafa tveir aðilar nefndarinnar borið fram formleg mótmæli gegn þessu fiskveiðibanni, svo að mjög tak- markað gagn mun verða að hinum fyrirhuguðu verndarráðstöfunum. Þess gerist ekki þörf að eyða mörgum orðum að brestum alþjóð- legrar fiskveiðistjórnunar á Norðvestur-Atlantshafi. Þau dæmi þekkja þátttakendur í þessum fundi víst mætavel. Engin ástæða er heldur til þess að endurtaka hér hörmungarsögu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Síð- asti þáttur hennar birtist á síðum New York Times 22. október sl., og var það frétt frá AP fréttastofunni, svohljóðandi: „Bandaríkin lýstu því yfir í dag, að Japan og Sovétríkin hefðu neitað að hlíta alþjóðlegum ákvörðunum um vernd hvalstofna og að fram- ferði þessara ríkja feli í sér alvarlegt áfall, að því er varðar verndun hvalstofna heimshafanna.“!() Ástæða þessara ummæla var sú, að Jap- an hafði borið fram mótmæli gegn ákvörðun Hvalveiðiráðsins um að stöðva veiðar á langreyði ekki síðar en 30. júní 1976, og jafnframt að Japan og Sovétríkin hefðu einnig mótmælt ákvörðun um að setja há- markskvóta á veiðar hrafnreyða á næsta veiðitímabili. Þótt stjórnun fiskveiða með atbeina alþjóðlegra nefnda og ráða geti verið bæði nauð- synleg og árangursrík, er það skoðun undirritaðs, að þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, sýni glöggt, að slíkri stjórnun er mjög ábóta- vant, að því er varðar framkvæmd verndarráðstafana á úthafinu. En hvað þá um alþjóðasamninginn frá 1958 um fiskveiðar og vernd- un auðlinda hafsins, mætti spyrja í þessu sambandi. Þótt mjög hafi verið vandað til gerðar þessa alþjóðasamnings og hann undirbúinn í Alþjóða laganefndinni og á vísindaráðstefnu FAO í Róm 1955, hefur ekki reynzt fært að leysa verndunarvanda fiskistofnanna á úthafinu á grundvelli hans. Ástæðan er sú, að ríki skortir vilja til þess að fara 33

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.